en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15710

Title: 
  • is Tvítyngi : máltaka tvítyngdra og tvítyngd börn í skólastarfi
Submitted: 
  • April 2013
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð er fjallað um tvítyngi, máltöku ein- og tvítyngdra barna og tvítyngd börn í skólastarfi. Borin er saman máltaka eintyngdra barna annars vegar og tvítyngdra hins vegar. Máltökuferlið virðist vera að mestu leyti eins fyrir utan að það tekur tvítyngd börn lengri tíma að ná fullum málþroska. Varast ber að ætlast til að málþroski tvítyngdra og eintyngdra haldist í hendur því að á meðan eintyngdir þurfa að ná valdi á einu máli þurfa tvítyngdir að ná valdi á tveimur og skilja tungumálin að. Þar sem tvítyngd börn eru enn að ná tökum á tungumálunum sem þau eru að læra á meðan eintyngd börn eru búin að ná tökum á sínu eina eru þau tvítyngdu stundum ranglega álitin með málþroskaröskun. Það þarf þó ekki að vera tilfellið því taka verður tillit til þess að heildarkunnátta þeirra dreifist á tvö tungumál, ekki eitt. Tvítyngi virðist hafa fleiri kosti en ókosti og tvítyngdir standa eintyngdum jafnvel framar á nokkrum sviðum. Tvítyngdir hafa fleiri tækifæri til samskipta og tvö tungumál veita aðgang að tveimur menningarheimum. Einnig sýna rannsóknir að tvítyngd börn hafa yfirburði yfir eintyngdum þegar kemur að athyglisstjórnun og með þjálfun heilans vegna þess ná þau að viðhalda vitsmunalegri hæfni lengur fram á elliárin. Góð kunnátta í móðurmáli er undirstaða læsis, góðrar færni í seinna máli og eðlilegrar námsframvindu almennt. Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að erlendum börnum sé kennd íslenska sem annað tungumál og að þau geti verið virkir samfélagsþegnar. Nýlegar rannsóknir sýna þó að erlendum börnum gangi verr og líði verr í skóla en íslenskum jafnöldrum þeirra.

  • This essay is about bilingualism, language acquisition of monolingual and bilingual children and how bilingual children fare in school. We compare the language acquisition of monolingual children to the bilingual ones. The language acquisition process of monolingual and bilingual children seems to be alike aside from the rate where bilingual children need more time. One should not expect that language development of both mono- and bilingual children to go hand in hand because while monolinguals have to learn one language bilinguals have to learn two and be able to differentiate between them. If bilingual children are still trying to master both their languages while monolingual children have already mastered theirs the former group is often misdiagnosed with language development disorder. While that is rarely the case it should be taken into account that their knowledge of language spreads over two languages, not one. Bilingualism seems to have more pros than cons and bilinguals even have an advantage over monolinguals in some areas. Bilinguals have more opportunities to communicate and two languages give them access to two cultural worlds. Studies also show that bilingual children have an advantage over monolingual ones when it comes to attentional control and, with a trained mind because of that, they are able to sustain cognitive functions well into their old age. Knowledge of one's mother tongue is the building block of literacy, good skill in second language and normal learning process in general. In the Icelandic National Curriculum Guide it is emphasised to teach foreign children Icelandic as a second language so they can become active citizens. Nonetheless, recent studies have shown that foreign children fare and feel worse in school than their Icelandic counterparts.

Description: 
  • is Verkefnið er lokað til 1.1.2015.
Accepted: 
  • Jun 11, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15710


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tvítyngi - máltaka tvítyngdra og tvítyngd börn í skólastarfi.pdf765.24 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Forsíða, útdráttur og efnisyfirlit.pdf396.31 kBOpenEfnisyfirlitPDFView/Open
Heimildir.pdf333.91 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open