is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15712

Titill: 
 • Áhugi nemenda á textílmennt : „af því að ég ætla ekki að vera prjónakarl“
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Textílmennt á sér djúpar rætur í menningarsögu þjóðarinnar. Við verðum að gæta þess að hún glatist ekki í samfélagi okkar. Í þessu lokaverkefni til B.Ed.-gráðu er fjallað um áhuga nemenda á textílmennt og hvernig hvatning getur haft jákvæð áhrif á áhuga nemenda.
  Fjallað er um hversu mikilvægt það er að virkja sköpun, ímyndunarafl og áhugahvöt í listgreinakennslu. Farið verður yfir það hvaða kennsluaðferðir henta greininni og hvernig námsmat getur leitt af sér betri líðan og stuðlað að betri árangri nemenda í listgreinum. Litið verður til kenninga þriggja fræðimanna um hvað hægt sé að gera til að stuðla að áhugaríkari og skapandi listgreinakennslu. Það eru þeir John Dewey, Elliot Eisner og Howard Gardner. Kenning John Deweys er mikið um verkhyggjuna, kenning Elliot Eisner er um listgreinarnar og hvað þær eru mikilvægar og að lokum er Howard Gardner talsmaður þess að allar greindir nemandans vinni saman.
  Gerð var könnun í einum skóla á Suðurlandi og spurningar um textílmennt voru lagðar fyrir börn 7. bekkjar þess skóla. Markmiðið var að leita svara við því hvers vegna það sé mikilvægt að verkefni nemenda tengist áhuga þeirra. Svör nemenda eru skoðuð og reynt að komast að niðurstöðu. Sú ályktun sem ég dreg af þessari könnun er að ekki sé nógu mikið af áhugaverðum verkefnum í boði fyrir nemendur. Það ætti að vera val innan „skyldustykkjanna“ svokölluðu og það er mikilvægt að eitthvað sé í boði sem vekur áhuga sérhvers nemanda. Niðurstöður sýna að nemendum finnst textílmennt ekki mikilvæg. Þarna þarf að skoða þá þætti sem tengjast kennslunni, hvernig verkefnin eru og hvernig kennarinn miðlar upplýsingum. Allir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir textílgreinina svo hún fái að halda áfram að miðla þekkingu og stuðla að þróun greinarinnar í skólum landsins.

 • Útdráttur er á ensku

  Textile art is interwoven in our nation’s cultural history and we must be vigilant so we don’t lose it from our society. This B.Ed. thesis discusses student’s enthusiasm in textile art and how encouragement can be used to fuel that enthusiasm.
  The importance of channelling creativity, imagination and motivation in art education is also discussed. Teaching practices that are appropriate for the subject are reviewed and how evaluations can enhance student’s wellbeing and produce better results in the art subjects. Referrals are made to theories set forth by three scholars regarding what can be done to support a more enthusiastic and creative art education. These scholars are John Dewey, Elliot Eisner and Howard Gardner. John Dewey’s theory revolves around pragmatism, Elliot Eisner’s theory refers to art subjects and their importance and finally Howard Gardner believes in the collaboration of all intelligences.
  As a part of this thesis a survey consisting of a questionnaire was submitted for students in the 7th grade in a school in the southern part of Iceland. The objective was to see if it was important that projects (assignments) were connected to the students´ interests. Students´ responses are reviewed and an attempt is made to come to a conclusion. The assumption that I make from the survey is that there aren’t enough interesting projects available to students. There should be a choice within the obligatory projects and it is important that something is available that enthuses each and every student. Results show that students don’t believe that textile art is important. Here we need to look at the factors that are connected to teaching, how the projects are and how the teacher delivers information. All these factors are necessary for the textile subject so it can continue to deliver knowledge and ensure development within the textile subject in this nation’s schools.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.4.2025.
Samþykkt: 
 • 11.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 2013.pdf937.11 kBLokaður til...01.04.2025HeildartextiPDF