is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15716

Titill: 
  • Að sjá og finna : samþætting náttúrufræði og myndmenntar
  • Titill er á ensku Seeing and feeling : the integration of subjects natural science and visual arts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hvað felist í samþættingu námsgreina og hvað hún leiði af sér. Fjallað verður um þau hugtök sem tengjast samþættingu og hvernig hún skili sér í námi nemenda. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar fræðimannanna John Dewey, Elliot W. Eisner og Howard Gardner um kennslu og uppbyggingu í námi barna. Þá verður fjallað um nokkrar kennsluaðferðir sem eru vel til þess fallnar að samþætta námsgreinar. Einkum verður fjallað um aðferðina fagmiðuð myndlistarkennsla (Discipline-Based-Art-Education) og greint frá þemanámi, hópavinnu, stöðvavinnu, sjálfstæðum skapandi viðfangsefnum, lausnaleitarnámi (prójekt), söguaðferð og reynslunámi. Út frá þessum kennsluaðferðum, kennslufræðum og markmiðum námsgreinanna, samkvæmt aðalnámskrá náttúrfræði og myndmenntar, var skoðað hvað þessar námsgreinar ættu sameiginlegt og hvort þær ættu samleið hvað varðar samþættingu. Í ljós kom að nálgast þarf námsgreinarnar á fjölbreyttan hátt og gæta að jafnvægi á milli þeirra. Nemendur eru breiður hópur mismunandi einstaklinga sem hafa ekki allir sama þroska og reynslu. Því þurfa kennarar að miðla námsefninu á fjölbreyttan hátt svo að námið nái að skila sér til sem flestra nemenda. Einnig er mikilvægt að viðfangsefni séu skoðuð frá mörgum sjónarhornum sem leiðir til og eykur rannsóknarhugsun hjá nemendum. Þessi rannsóknarvinna á kennsluaðferðum og samþættingu leiddi af sér hugmyndina Verkefnakisturnar sem eru kynntar í ritgerðinni. Verkefnakisturnar er hugmynd höfundar og er skipulagsleið sem gæti auðveldað kennurum að samþætta námsgreinar. Með Verkefnakistunum getur kennarinn fengið góða yfirsýn á það hvernig nálgast megi námsefnið og í því að skapa fjölbreytt verkefni sem hægt er að nálgast frá mörgum sjónarhornum og aðstæðum og stuðla að jafnvægi á milli námsgreina.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this essay is the integration of subjects and what it entails. It will discuss the concepts related to integration and what impact it can have on students' learning. With that in mind, this essay examines the ideas and theories of scholars John Dewey, Elliot W. Eisner and Howard Gardner, their views on teaching and educational structure for children. In addition it will cover various teaching methods that are well suited for subject integration, in particular the Discipline-Based-Art-Education (DBAE) method, which in Icelandic has been given the name “fagmiðuð myndlistarkennsla”. It will also describe theme based lessons group Investigation, learning stations, independent creative projects, problem based learning (projects), storyline (topic work) and experiential learning. It examines whether natural science and visual arts could be integrated, based on the teaching methods, strategies, goals and commonality of those two subjects. After examining the teaching methods, it was found that the subjects had to be viewed from broader perspective, keeping a balance between them. Students are a wide group of different individuals who do not all possess the same maturity and experience when it comes to learning. Therefore the teacher needs to have variety in his teaching methods to try to reach to as many students as possible. It is also important that the subjects are examined from multiple perspectives, guiding the students to creative thinking and inquisitiveness. This study of teaching methods and integration resulted in the idea of the ProjectChests, an organizing method which could aid teachers in integrating subjects. This will contribute to the teacher’s overview in creating a variety of projects that can be approached from multiple perspectives under different circumstances and creating a balance between subjects.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013 04 29 Aníta Lind,.pdf424.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna