en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15717

Title: 
 • Title is in Icelandic Viðhorf kennaranema til aukinnar notkunar á gagnvirkum vefmiðlum í skólastarfi
Submitted: 
 • April 2013
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð fjallar um viðhorf kennaranema til aukinnar notkunar á gagnvirkum vefmiðlum í skólastarfi. Hún var unnin sem lokaverkefni í kennaradeild við Háskólann á Akureyri vorið 2013. Gerð var rannsókn með bæði megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem lögð var fyrir spurningakönnun og tekin voru viðtöl. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir alla kennaranema við Háskólann á Akureyri á 2., 3. og 4. ári á mið- og efsta stigi. Einnig voru fengnir sjö kennaranemar í einstaklingsviðtöl til að fá dýpri sýn á viðhorf þeirra. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á viðhorf verðandi kennara til notkunar á gagnvirkum vefmiðlum í skólastarfi.
  Í ritgerðinni er farið yfir þróun upplýsingatækni í skólastarfi þar sem litið er til áherslna í aðalnámskrám grunnskóla frá árinu 1989 til 2013. Skoðaðar eru umræður um tölvumál úr hinum ýmsu áttum auk þess sem litið er til notkunar spjaldtölva í skólum og öruggrar netnotkunar. Einnig er fjallað um rannsóknarverkefnið NámUST sem er um notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu. Hugtökin Web 2.0 og gagnvirkir vefmiðlar eru skilgreind þar sem tilgreindir eru notkunarmöguleikar þeirra. Nokkrum gagnvirkum vefmiðlum eru gerð skil og greint frá þeim gagnvirku vefmiðlum sem náð hafa umtalsverðri útbreiðslu. Í lok fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað um þrjár ólíkar rannsóknir sem eru á einn eða annan hátt um notkun gagnvirkra vefmiðla í skólastarfi.
  Rannsóknin leiddi í ljós að allir kennaranemarnir töldu sig hafa mikla reynslu af notkun gagnvirkra vefmiðla. Það sem hvetur þá mest til að vilja nota þá í kennslu er að koma til móts við þarfir nemenda og þeir eru allir sammála því að það sé vel hægt að nýta gagnvirka vefmiðla í skólastarfi. Flestir telja að gagnvirkir vefmiðlar geta nýst jafn vel í öllum námsgreinum. Algengast er að kennaranemarnir telja að gagnvirkir vefmiðlar geta nýst í foreldrasamstarfi en síður í samskiptum við nemendur. Mörgum finnst þeir finna fyrir þrýstingi frá skólum, skólastjórnendum og nemendum um að nýta gagnvirka vefmiðla í kennarastarfinu í framtíðinni. Tvö gagnstæð sjónarmið eru uppi um notkun Fésbókar í skólastarfi en flestir telja að Fésbókin getur nýst í skólastarfi en mismikið eftir sviðum. Einnig eru flestallir kennaranemarnir sammála því að miðlalæsi ungs fólks sé að breytast með tilkomu gagnvirkra vefmiðla.

 • This thesis is about teacher students' beliefs to increase the use of interactive web media in education. It was written as a final assignment in the Faculty of Education at the University of
  Akureyri in the spring of 2013. A study was conducted using both quantitative and qualitative research methods; data was collected using a questionnaire and interviews. Invitations for an online survey were distributed via e-mail to all teacher students at the University of Akureyri attending second, third and fourth year, specializing in Primary and Lower Secondary Education. Additionally seven individual interviews with teacher students were held to gain deeper insight into their beliefs. The study was intended to shed light on the beliefs of prospective teachers to the use of interactive web media in education.
  The thesis reviews the development of information technology in education, regarding the emphasis in The Icelandic National Curriculum from 1989 to 2013. Discussions about computing are observed from different perspectives, as well as usage of tablet computers and safe internet usage. Also the research project NámUST, which is about the usage of information technology in education, will be discussed. The concepts of Web 2.0 and
  interactive web media are defined and their applications are presented. Several interactive web medias are examined and those who have gained significant widespread usage are accounted for. Three different studies, that are in one way or another related to the use of interactive web media in education, are reviewed at the end of the theoretical part of the thesis.
  The study reveals that all of the teacher students believe they have great experience of using interactive web media. The most encouraging factor to use interactive web media in the classroom is to cater to the needs of students and they all agree on that the use of interactive web media in education can be useful. Most conclude that interactive web media might be equally useful amongst all subjects. The usage of interactive web media is mostly considered to be beneficial to teacher-parent communications but less beneficial to teacher-student communication. The pressure from schools, school directors and students, to use interactive
  web media, is frequently noted as one of the reasons for future use of interactive web media amongst teacher students. The usage of Facebook in education is met with two opposite views, but it is mostly mentioned that the usage of Facebook varies amongst fields. Almost all of the teacher students agree upon the fact that media literacy amongst young people is changing by the advent of interactive web media.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 30.4.2018.
Accepted: 
 • Jun 11, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15717


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gagnvirkir_vefmidlar_-_Heildarskjal_30-04-2013.pdf1.13 MBLocked Until...2018/04/30HeildartextiPDF
Gagnvirkir_vefmidlar_-_Efnisyfirlit_30-04-2013.pdf181.12 kBOpenEfnisyfirlitPDFView/Open
Gagnvirkir_vefmidlar_-_Heimildaskra_30-04-2013.pdf165.43 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open
Gagnvirkir_vefmidlar_-_Fylgiskol_30-04-2013.pdf320.02 kBOpenFylgiskjölPDFView/Open