Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15718
Þessi B.Ed.- ritgerðar fjallar um aðstæður barna með ADHD bæði heima fyrir og í skólanum. Farið er yfir þá þætti sem skipta máli þegar kemur að námi barna með ADHD og hvernig koma má til móts við þennan nemendahóp svo að þeim vegni betur í námi. Greint er frá hvað það er sem hefur áhrif á að börn með ADHD greinist, hvernig ADHD er greint og hver helstu hegðunar einkenni og atferli þessara barna eru. Skoðuð er arfleið ADHD og hvaða áhrif ADHD hefur á líf fullorðna einstaklinga.
Skólinn skiptir verulega miklu máli þegar kemur að uppeldi barna með ADHD og gegnir kennarinn þar veigamiklu hlutverki. Aðstæður kennara eru skoðaðar og farið yfir hvernig uppröðun skólastofu og aðstæðum innan hennar sé best háttað. Litið er yfir þær kennsluaðferðir sem komið geta að góðum notum og hvernig hægt er að skipuleggja skólagöngu barna með ADHD. Sýnt er fram á mikilvægi einstaklingsnámskrár og að hver og einn einstaklingur hefur sín einkenni. Þá er einnig farið yfir mikilvægi þess að hrósa einstaklingum með ADHD og af hverju það er mikilvægt.
Þrátt fyrir að kennari og heimili skipti hvað mestu máli þegar kemur að skólagöngu barna með ADHD má ekki gleyma að foreldrarnir hafa mikið að segja sem og samskipti heimila og skóla, sérstaklega samskiptin milli foreldra og kennarans. Félagsfærni barna með ADHD vill oft á tíðum verða heldur slök og eru þau úrræði skoðuð sem hægt er að styðjast við til að bæta félagsfærni þeirra. Ásamt því er farið yfir mikilvægi svefns, hreyfingar og umbunar barna með ADHD.
The subject of this B.Ed. - thesis is to examine the situation of children with ADHD both at home and in the school. The factors that are important in the education of children with ADHD will be examined and also what can be done to help the students with ADHD so that they can archive better in their education. The things that effect children diagnosed with ADHD will be analyzed, it will be discussed how it is diagnosed and what the major behavioral characteristics and how their behavior is. The heritage of ADHD will be reviewed and the impact it had on adults will be examined.
The school is very important when it comes to raising children with ADHD and the teacher plays even a great role. The teacher circumstances will be examined and the classroom facilities reviewed and how it would be best to arrange the lineup in the classroom and handle the situations of the students. The teacher assessments will be reviewed, looked will be at what teaching methods might be useful and how it would be best to organize them for children with ADHD. The importance of an individual curriculum will be demonstrated and is will be shown that each individual has its own characteristics. The importance of complimenting children with ADHD will be reviewed and also why it is so important.
Although the teacher and the home of children with ADHD are what matter most, it may not be forget that the parents have a lot to say as well when it comes to raising an individual with ADHD, as does the communication between the school and home, especially communication between parents and teachers. Social skills of children with ADHD may often be poor. The resources used to up bring their social skills will be examined, along with the importance of sleep, exercise and compensating children with ADHD.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Börn með ADHD.pdf | 383.46 kB | Lokaður til...20.04.2040 | Heildartexti |