is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15719

Titill: 
  • Hrygning Atlantshafsmakríls innan íslenskrar lögsögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Straumar og þar með hitastig sjávar við Ísland hefur verið breytilegt í gegnum tíðina og einkennst af kaldsjávar- og hlýsjávarskeiðum. Íslenskt hafsvæði er í svokölluðu hlýsjávarskeiði um þessar mundir sem orsakast af flóknu samspili strauma úr Atlantshafinu og norðan Íslands frá norður Íshafinu. Slíkar sveiflur í eðlisþáttum hafsins hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og er ein afleiðingin sú að nýjar fisktegundir koma hingað í meira mæli. Þetta á við um Norður-Atlantshafsmakrílinn sem hefur á undanförnum árum aukið viðkomu sína innan íslenskrar lögsögu.
    Það eru margir líffræðilegir þættir sem valda hinni miklu yfirferð makríls. Makríllinn býr yfir sundhæfileikum til að lifa í opnum úthöfum og hefur þörf til að synda stöðugt til að viðhalda súrefnisþörf sinni, þ.a.l. hefur hann mikla orkuþörf. Dýrasvif sem er undirstaðan í fæðu Norður-Atlantshafs makríls byrjar að aukast að vori, þegar hitaskil hafa myndast og yfirborðslög sjávar róast. Mikilvægt að er næga fæðu er að fá á hrygningarsvæðum og göngusvæðum sem Norður-Atlantshafs makríll fer í gegnum.
    Hrygning NA- Atlantshafs makríls hefur átt sér stað á þremur hrygningarsvæðum við strendur Evrópu, en sá hrygningarfiskur sem líklegastur er að teygi útbreiðslu sinnar hrygningar inn í íslenska lögsögu er frá vestur-hrygningarstöðvunum, sem eru staðsettar norður og norð-vestur af Skotlandi og Írlandi. Hrygning NA-Atlantshafs makríls hefur nú breitt úr sér að ströndum Færeyja og lítillega inn í íslenska lögsögu, fyrst skráð 2010.
    Umhversskilyrði S og SA af Íslandi eru svipaðar umhverfisskilyrðum við Færeyjar og norður hluta vestur-hrygningarsvæði. Makríllinn stýrist af umhverfisþáttum og mun leitast eftir að fylgja sínum kjöraðstæðum. Það bendir til að með hækkandi hitastigið á núverandi hrygningarstöðvum er líklegt að hrygningarsvæði makrílsins færist norðar. Meðan umhverfisaðstæður innan íslenskrar lögsögu hentar og næga fæðu er finna sunnan Íslands, er ekkert til fyrirstöðu að makríllinn hrygni innan íslenskrar lögsögu.
    Keywords: NA-Atlantshafs makríll, hrygning, sjávarhiti

  • Útdráttur er á ensku

    The waters around Iceland go through cold and warm periods, the causes are found in the physical changes of currents in waters north and more significantly south of Iceland. When the sea temperature is higher than the long-time average, it may cause new fish species to venture into previously unknown waters. Also with higher sea temperatures the abundance of zooplankton increases. These two factors could be the reason why Icelandic waters have become such attractive feeding grounds for Atlantic mackerel.
    There are many biology factors that affect North-Atlantic mackerel’s behaviour. North-Atlantic mackerel has good swimming abilities. It is a migratory fish and has specific habitual needs in terms of temperature; also it has a major need to swim in order to fulfil its need for oxygen. Due to mackerels need to swim continuously it require a lot of energy, this means that the abundance of food, mainly zooplankton, is pivotal if schools of Atlantic mackerel are to pass by during spawning and migration.
    The North-East Atlantic mackerel spawns in 3 major spawning areas by the shores of Europe. The spawning area that is most likely to expand to Icelandic waters is called the West-spawning area. The west-spawning area is located north and north-west of Ireland and Scotland and to shores of Faroe Islands. It has been acknowledged that North-East Atlantic mackerel has expanded his spawning a little in Icelandic sea from the joint egg survey.
    The environment south and southeast of Iceland is similar to the
    environment around the Faroe Islands and the northern part of westernspawning grounds, according to temperature and zooplankton quantity. NorthAtlantic mackerel is enviro-regulated and will seek to attend his environmental needs. With that there is likely that migration will spread out even more northward if the temperature raises more in the North Atlantis Ocean. Judging by this there is no reason for mackerel to not spawn south of Iceland while the
    temperature is 9-13°C and there is an abundance of zooplankton.
    Keywords: North-East Atlantic mackerel, spawning, sea temperature,

Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Lilja Makríll 7 júní - loka.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna