is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15721

Titill: 
  • Líkamsþyngd íslenskra unglinga eftir búsetu : tengsl hreyfingar og mataræðis við líkamsþyngd
  • Titill er á ensku The body weight of Icelandic adolescents by their residence : the association between physical activity and diet and body weight
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gögn úr alþjóðlegu rannsókninni Health Behavior in School-aged Children (HBSC) voru notuð til þess að skoða líkamsþyngd íslenskra unglinga eftir búsetu þeirra og athuga tengsl líkamsþyngdar við hreyfingu og mataræði. HBSC rannsóknin er sú stærsta í heiminum á sviði heilsutengdrar hegðunar barna og unglinga og er lögð fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla á fjögurra ára fresti. Unnið var með gögn úr íslenska hluta rannsóknarinnar, Heilsa og lífskjör skólanema sem lögð var fyrir í 161 íslenskum grunnskólum árið 2006. Þátttakendur voru alls 1888 talsins og komu einungis úr 10. bekkjum grunnskólanna. Þeim var skipt í flokka eftir líkamsþyngdarstuðli, í undirþyngd, kjörþyngd og ofþyngd. Niðurstöðurnar sýna að 14,7% unglinga á höfuðborgarsvæðinu og 17,9% unglinga á landsbyggðinni eru of þung. Tíðni ofþyngdar er mest á Norðurlandi eystra og Suðurlandi en lægst á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og höfuðborgarsvæðinu. Marktækur munur er á milli líkamsþyngdarstuðuls unglinga og hversu oft þeir hreyfa sig. Unglingar í kjörþyngd hreyfa sig oftast, en 49,8% þeirra hreyfa sig fjórum sinnum eða oftar í viku. Þetta hlutfall er 41,5% hjá unglingum í ofþyngd. Marktækur munur er á milli líkamsþyngdarstuðuls unglinga og hvort þeir borða morgunmat. Unglingar í ofþyngd borða að jafnaði sjaldnar morgunmat en unglingar í kjörþyngd og undirþyngd. Marktækur munur er á milli líkamsþyngdarstuðuls unglinga og hversu oft þeir borða kex eða kökur, en unglingar í undirþyngd borða kex eða kökur oftar en jafnaldrar þeirra. Marktækur munur er á milli líkamsþyngdarstuðuls unglinga og hversu oft þeir drekka diet kók eða annað sykurlaust gos, en unglingar í ofþyngd drekka oftast slíka gosdrykki.

  • Útdráttur er á ensku

    Data from the Health Behavior in School-aged Children survey (HBSC) was used to assess the relationship between the body weight among Icelandic adolescents and their place of residence. The data was also used to assess the relationship between body weight and physical activity and diet. The HBSC-study collects data every four years on 11-, 13- and 15- year old boys' and girls' health and well-being, health behaviors and their social context. The current paper used data from the Icelandic part of the HBSC-study. The data was collected from 161 elementary schools in 2006. The subjects were 1888 adolescents in the 10th grade. The subjects were classified into three groups, underweight, normal weight and overweight. The results show that 14,7% of adolescents in the Reykjavík area and 17,9% of adolescents in other parts of Iceland are overweight. Norðurland eystra and Suðurland have the highest prevalence of obesity but Vesturland, Norðurland vestra and höfuðborgarsvæðið have the lowest. Statistically significant difference was found between BMI and physical activity. The highest prevalence of physical activity was found among healthy weight adolescents. 49,8% of healthy weight adolescents are involved in physical activity at least four times a week and 41,5% of the overweight adolescents. Statistically significant difference was found between BMI and breakfast. Overweight adolescents skip breakfast more frequently than their normal weight and underweight peers. Statistically significant difference was found between BMI and eating biscuits or cookies. Underweight adolescents eat biscuits or cookies more frequently than their peers. Statistically significant difference was found between BMI and drinking diet soda. Overweight adolesecents drink diet soda more frequently than their peers.

Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - María Guðnadóttir.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna