is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15722

Titill: 
 • Skuldsetning í sjávarútvegi : áhrif veiðigjalds á skuldsetningu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að kanna skuldastöðu í sjávarútvegi og meta það hvort að hún sé komin að hættumörkum. Rannsóknartímabilið spannar árin 2008 til 2011. Í framhaldi af því verða lög um veiðigjald nr. 74/2012 skoðuð og áhrif þeirra á útgerðirnar metin.
  Fyrirtækin sem urðu fyrir valinu eru Bergur-Huginn ehf., Brim hf., HB Grandi hf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., Rammi hf., Samherji hf., Síldarvinnslan hf., Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Vinnslustöðin hf., og Ögurvík hf., en samanlagðar aflaheimildir þessara félaga eru rúmlega 40%.
  Hjá félögunum eru skuldir á móti eignum skoðaðar ásamt nettó skuldum á móti EBITDA, eiginfjárhlutfalli, vaxtaþekju, skuldaþekju handbærs fjár frá rekstri og sjóðstreymi á móti skammtímaskuldum. Þessar kennitölur voru reiknaðar til þess að meta stöðu skulda á félögunum. Staða þeirra var einnig þeirra dregin saman í eina heild til þess að sjá hvernig staða félaganna væri ef þau væru ein heild.
  Í verkefninu var veiðigjald reiknað miðað við aflaúthlutanir félaganna sem eru í skýringum ársreikninga félaganna fyrir árið 2011. Forsendur útreikninganna eru fengnar úr lögum um veiðigjald nr. 74/2012 en ekki er tekið tillit til annars afsláttar en gefinn er upp í 9. grein laganna.
  Í ljós kom að góð skuldastað var hjá flestum félaganna sem skoðuð voru en staða nokkurra félaganna er þó erfið. Ef á heildina er litið þá er staða úrtaksins góð og kemur það betur út í samanburði við sjávarútveginn allan.
  Við skoðun á veiðigjaldinu kom í ljós að félögin geta staðið undir kostnaðinum sem af því hlýst. Það kom í ljós að hlutfall veiðigjaldsins á móti EBITDU er mis mikill milli fyrirtækja. Smærri félög greiða hlutfallslega hærra hlutfall af EBITDU en þau stærri.
  Lykilorð: Sjávarútvegur, skuldsetning, fjárhagsgreining, kennitölur, veiðigjöld

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this thesis is to calculate debt ratios of few selected fisheries. Then there will be an estimation if their current debt ratios are on the verge to be higher than they can manage so they are forceed to undergo restructuring of their finances. Recently a new bill was passed by the Icelandic Parliament that will have an impact on fisheries. The bill that now has become laws allows a new taxation on the fisheries. In Iceland there is a quota system and the quota is allocated annually to the same fisheries so the tax is a charge for the use of the the fishing resource.
  These fees will be calculated according to those new laws with some exceptions due to lack of data, quota that has been assigned to the fisheries will be obtained from their financial statements for the year 2011. The results of part one of the assignment, “is the debt ratio of the fisheries too high for the fisheries to operate“ will be used with selected key figures from the financial statements of the companies whom will be used for calculations and comparison of the effects of the fishing fees to the future
  of the fisheries.
  Key words: Fisheries, debt, analysis, financial ratios, fishing fees

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 17.6.2013.
Samþykkt: 
 • 12.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lok final sveinn.pdf3.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna