is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15726

Titill: 
 • Viðhorf til viðbótarlífeyrissparnaðar
 • Titill er á ensku Attitudes to Private Pension Savings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Við starfslok þarf fólk að lifa af þeim sparnaði sem það hefur byggt upp um ævina. Lögbundin lífeyrissparnaður tryggir aðeins 56% af meðaltekjum yfir starfsævina. Viðbótarlífeyrissparnaður gerir fólki kleift að tryggja sér betri fjárhagsleg kjör á eftirlaunaárunum og veita fólki sveiganlegri starfslok. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fólk væri almennt meðvitað um kosti viðbótarlífeyrissparnaðar og mikilvægi hans sem viðbót við lögbundin lífeyrissparnað og hvort að kynning að fyrra bragði yrði til þess að fólk myndi frekar stofna til hans. Framkvæmd var bæði eigindleg og megindleg rannsókn.
  Niðurstöður leiddu í ljós að yngra fólkið væri síður búið að kynna sér kostina og væri ekki meðvitað um að tekjur myndu minnka þegar farið væri á eftirlaun. Þeir sem voru með viðbótarlífeyrissparnað voru almennt búnir að kynna sér kostina. Í netkönnun kom fram að fólk myndi ekki stofna til samnings um viðbótarlífeyrissparnað eftir kynningu að fyrra bragði frá bankanum sínum. Í viðtölum við starfsmenn Landsbankans sem hafa verið að hringja í viðskiptavini sína og bjóða upp á kynningu og ráðgjöf varðandi viðbótarlífeyrissparnað er upplifun þeirra að viðskiptamenn séu frekar ánægðir með það og margir stofnað samning um viðbótarlífeyrissparnað út frá því.
  Lykilorð: Lífeyrir, viðbótarlífeyrissparnaður, markaðssetning, markaðsherferð og viðskiptavinir.

 • Útdráttur er á ensku

  When people retire they have to be able to support themselves from the savings which they have built over their lifetime. Statutory pension guarantees only 56% of average earnings over people´s working period. Private pension saving enables people to secure better financial terms in old age and provide flexible retirement. The aim of this study was to examine whether people were generally aware of the benefits from the private pension savings and its importance as a supplement to statutory pension and whether initial introduction would lead to savings agreement. The thesis was based on both qualitative and quantitative research.
  Results showed that younger people were less likely to study the benefits of private pension savings and were not aware that their income will be less when they retire. The online survey shows that individuals would not set up an agreement for private pension saving after initial introduction from the bank. Through interviews with employees from Landsbankinn, who have been calling their customers to introduce private pension saving, the general experience from the customers was that they were quite happy to receive these presentations and many of them did set up an agreement for private pension saving after that.
  Key words:
  Pension, Private Pension Saving, Marketing, Marketing Campaign, Customers

Samþykkt: 
 • 12.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf til viðbótarlífeyrissparnaðar LOK2106.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna