is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15731

Titill: 
  • Stólahönnun : áhrif hennar á stoðkerfi líkamans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Segja má að líkami okkar sé vinnutæki og ef hann á að virka vel,þjóna sínum tilgangi, og endast okkur ævina út verðum við að fara vel með hann. Áður en ég hóf nám við Listaháskólann í vöruhönnun hafði ég m.a menntað mig sem heilsunuddari og vann sem slíkur. Ég hef mikinn áhuga á líkamstöðu og hvaða áhrif stólaseta hefur á stoðkerfið. Stólar skipa mikilvægan sess í okkar daglega umhverfi. Sama hvort það er í vinnu, við leik eða heima fyrir. Þegar að fjárfesta á í stól, til dæmis borðstofustól er fjölbreytileikinn í valmöguleikum sem bíður notandans næstum því óendanlegur. Vanda þarf valið því stólarnir þurfa að vera þægilegir til lengri tíma. Maðurinn hefur ekki alltaf notað stóla, það er ekki fyrr en á seinnihluta steinaldar að heimildir fara að birtast um notkun stóla og þá ekki í þeirri mynd sem stuðst er við í dag. Þær heimildir sem fundist hafa um stóla eru fornar styttur sem að sýna konulíkama á stól. Það sem er athyglisvert við þær er að stólarnir eru hálfgerðir legustólar, allaveganna er líkaminn ekki uppreistur einsog hann er í flestöllum stólum í dag. Nú á dögum virðist hönnun borðstofustóla fylgja níutíugráðu reglunni, sem gengur út á það að liðamót í ökkla, hjám, mjaðmalið, axlalið og í olnboga myndi níutíu gráðu horn.
    Markmið þessarrar ritgerðar er að skoða áhrif stólahönnunar á líkamann.
    Hér eftir mun ég fjalla um uppruna stólsins, vangaveltur um stólanotkun tengda ímynd valds og æðri máttar. Einnig mun ég fjalla um vinnuvistfræði og Alexanderstækni. Því næst mun ég skoða fimm mismunandi stóla sem eru notaðir sem borðstofustólar í dag útfrá vinnuvistfræði og Alexanderstækni.

Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-skil-María.pdf3.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna