is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15741

Titill: 
 • Fjármálalæsi : staða framhaldsskólanema á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi skýrsla fjallar um fjármálalæsi íslenskra framhaldsskólanema á Akureyri. Fyrri rannsóknir á þessu viðfangsefni hafa leitt í ljós að fjármálalæsi íslenskra framhaldsskólanema er mjög ábótavant sem og fjármálalæsi Íslendinga í heild. Viðfangsefnið hefur verið skýrsluhöfundi mjög ofarlega í huga síðustu ár og var hugmyndin sú að undirstrika mikilvægi fjármálalæsis meðal ungs fólks og ýta undir umræðuna. Fjármálalæsi er mikilvægur þáttur í daglegu lífi einstaklinga og nauðsynlegt þáttur í þroska unglinga.
  Skýrslan skiptist í tvo hluta. Fyrsti hlutinn er fræðilegur þáttur um fjármálalæsi almennt og niðurstöður eldri rannsókna á viðfangsefninu. Í öðrum hluta skýrslunnar eru niðurstöður megindlegrar rannsóknar kynntar, þær túlkaðar og komið með tillögur til úrbóta.
  Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar og voru þær eftirfarandi:
   Er fjármálalæsi framhaldsskólanema á Akureyri ólíkt niðurstöðum fyrri rannsókna
   Hvernig hefur fjármálalæsi þróast seinustu ár á Íslandi
  Niðurstöðurnar sýndu að ekki er marktækur munur á fjármálalæsi 18 ára framhaldsskólanema á Akureyri og niðurstöðum fyrri rannsókna. Ef eldri nemendum er hinsvegar bætt í úrtakið kemur í ljós að marktækur munur er á fjármálalæsi þess úrtaks og niðurstöðum fyrri rannsókna. Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að fjármálakennsla er mjög lítil á vegum framhaldsskólanna. Niðurstöðurnar sýna einnig að nauðsynlegt er að ráðast í úrbætur á viðfangsefninu þar sem skortur á þekkingu á viðfangsefninu getur haft mikil áhrif á líf einstaklinga.
  Lykilorð:
  Fjármálalæsi, framhaldsskólar, fjármál, viðskiptafræði.

 • Útdráttur er á ensku

  This is a final thesis for a Bachelor of Science degree in business of administration at the University of Akureyri. This research report is about financial literacy among junior college students in Akureyri. Earlier researches have shown that the lack of financial literacy among junior college students is very high. The purpose of this thesis is to emphasize the importance of
  financial literacy. Financial literacy is important in everyday life for most people and essential for every teenager who is taking their first step as an adult. The thesis can be split into two parts. The first part of the thesis presents the theoretical aspects of financial literacy and summarizes previous studies about the subject. In the second part, the outcome of the quantitative research is presented and interpreted. Finally conclusions are presented.In the beginning two research questions were asked:
   Is financial literacy among junior college students in Akureyri different
  from recent studies?
   How has financial literacy developed in recent years in Iceland?
  The results showed that there isn’t a significant difference between the financial literacy among 18 year old college students now and the last research from 2009. However when older students between the age of 19 and 23 were added to the sample the results were different. The new sample showed a significant difference compared with the research on the subject from 2009. The thesis also shows a lack of financial education in elementary and high
  schools in Iceland. With the school not playing their role in teaching children and teenagers about finance it becomes the parents’ responsibility to educate their children about finance. Research has shown that many parents aren’t able to teach any form of finance as financial literacy among adults in Iceland is
  almost as inadequate as financial literacy among 18 year olds. So it’s important to act swiftly to reduce the damage that a lack of financial literacy causes.
  Keywords: Financial literacy, junior college, finance, business

Samþykkt: 
 • 12.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármálalæsi framhaldsskólanema á Akureyri.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna