Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15742
Lykilorð: Leiguverð, afvöxtunarstuðull, hreint núvirði, innri vextir og næmnigreining.
Í þessari skýrslu er framkvæmt arðsemismat út frá sjónarhorni einstaklings á því að kaupa fasteignir á Akureyri til útleigu. Einstaklingurinn mun aðeins kaupa sér eina fasteign þó að fleiri möguleikar verði skoðaðir. Fasteignirnar sem dæmi verða tekin um eru einbýlishús, raðhús, fjórbýlisíbúð og blokkaríbúð. Ekki verður reiknað með að einstaklingurinn þurfi lán til að fjármagna kaupin og tilgangurinn er að athuga hvort sé hagstæðara fyrir hann að kaupa íbúð eða geyma pening í banka næstu fimm árin.
Skýrslan fjallar einnig gróflega um hagvöxt og efnahagsmál, vexti og verðbólgu, fasteignarmarkaðinn og lagalegt umhverfi húsaleigumarkaðarins.
Skýrsluhöfundur tvinnar svo saman fræðilegri umfjöllun um þær aðferðir sem hann notar við útreikningana sjálfa. Aðferðirnar sem voru notaðar eru NPV, IRR og næmnigreining. Afvöxtunarstuðullinn var metinn 3,5%. Ákveðið var að reikna ekki WACC (veginn meðaltals fjármagnskostnaður) vegna þess að engar skuldir eru á fasteignum einstaklingsins.
Niðurstaðan er sú að hlutfallslega er hagkvæmast að fjárfesta í blokkaríbúð til útleigu.
Abstract keywords: Rental rates, Discount rates, NPV, IRR, Sensitivity Analysis.
In this report the author will perform profitability analysis from the viewpoint of an individual that is considering to buy a property to rent out. This individual will only buy one of the four optional properties that will be considered. These four options will include a villa, a terraced house,an apartment in a quadplex, and a single apartment in an apartment complex. It is assumed that the individual will not need any mortgage to buy the property. This report will answer which of the four options is most favorable, and also whether it would be more profitable to leave the money to collect interest in the bank, for the next five years. The report also roughly discusses economic growth and the economy, interest rate and inflation, the real estate market and the legal framework of renting out a property. The author will then intertwine theoretical discussions about the methods he uses to calculate the profitability. The different calculation methods used are NPV, IRR and sensitivity analysis for the chosen discount rate, which was selected to be 3.5%. Since no loans were taken in this example, this report will not cover any WACC or weighted average cost of capital calculations. The analysis shows that the best return from this investment will come from buying an apartment in an apartment complex.