is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15744

Titill: 
 • BIM (Building Information Modeling) á Íslandi: hver er ávinningur af notkun aðferðafræðinnar í komandi framtíð?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Til umfjöllunar í þessu verkefni er umhverfi og ferli mannvirkjagerðar á Íslandi. En greinin hefur mátt þola gagnrýni hvað varðar; skipulagningu, mistakakostnað, slakar áætlanir og fleira. Með tilkomu nýrrar aðferðafræði, Building Information Modeling (BIM) sem hefur fengið íslensku þýðinguna „upplýsingalíkan mannvirkja“, stendur greinin á krossgötum. BIM hefur verið að ryðja sér til rúms í heiminum með góðum árangri, en BIM er ætlað að bæta upplýsingaflæði milli aðila, draga úr mistökum og bæta skipulag við mannvirkjagerð og fleira. Á Íslandi er innleiðing á BIM nú þegar hafin á opinberum vettvangi undir forystu Framkvæmdasýslu ríkisins.
  Í verkefninu var leitast við að svara eftirfarandi spurningum; a) Hver er helsti ávinningur verkkaupa, verktaka og hönnuða í íslenskri mannvirkjagerð af innleiðingu BIM upplýsingalíkana? b) Getur innleiðing BIM upplýsingalíkana í mannvirkjagerð á Íslandi leitt til lægri byggingarkostnaðar?
  Til að svara þessu var nauðsynlegt að skoða mannvirkjagerð á Íslandi án BIM. Því snýr fræðileg umfjöllun verkefnisins annars vegar að umhverfi, ferli og mistökum mannvirkjagerðar og hins vegar að aðferðafræðinni BIM. Til að meta mannvirkjagerð betur var jafnframt gerð forathugun og arðsemismat tilbúinnar framkvæmdar reiknað. Aðal rannsókn verkefnisins er þó viðtalsrannsókn sem gerð var meðal íslenskra aðila sem þekkja og hafa unnið eftir aðferðafræðinni BIM.
  Helstu niðurstöður voru þær að innleiðing á BIM á Íslandi er á réttri leið meðal hönnuða en aðrir aðilar eru lítið farnir að nýta sér aðferðafræðina. BIM getur veitt töluverðan ávinning bæði í tíma og peningum en það ræðst af því hversu vel aðilum innan mannvirkjagerðar tekst að tileinka sér aðferðafræðina. Þar sem BIM eru nýir starfshættir innan mannvirkjagerðar er innleiðingarferlið tímafrek og kostnaðarsöm aðgerð. Því er mikilvægt að sýna þolinmæði af því að til lengri tíma litið kemur innleiðing á BIM alltaf til með að borga sig.
  Lykilorð: BIM.- Mannvirkjagerð.- Áætlanagerð.- Ávinningur.- Hagsmunaaðila.

Athugasemdir: 
 • Læst til 19.5.2133
Samþykkt: 
 • 12.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Benedikt Pálsson Lokaverkefni.pdf1.95 MBLokaður til...19.05.2133HeildartextiPDF