is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15747

Titill: 
 • Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum : sviðsmyndir um samstarfsmöguleika
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að kanna innra og ytra umhverfi Háskólans á Akureyri og Hólaskóla – Háskólans á Hólum, greina lykilþætti breytinga í umhverfi þeirra og kanna hvaða samstarfsleiðir þessar stofnanir geta farið til að draga úr óvissu og tryggja sér starfsgrundvöll til framtíðar.
  Rannsóknarspurningin sem leitast verður við að svara er:
  Hvaða sviðsmyndir eru mögulegar í samstarfi Háskólans á Akureyri og Hólaskóla – Háskólans á Hólum?
  Til að fá svar við þeirri spurningu voru settar fram þrjár undirspurningar sem eru einskonar vörður í vinnuferlinu. Þær eru:
  Hverjir eru drifkraftar breytinga í ytra og innra umhverfi skólanna?
  Hverjir eru mikilvægustu hagsmunaaðilar viðkomandi skóla?
  Hver væru markmið með nánara samstarfi eða sameiningu viðkomandi stofnana?
  Hagsmunaaðilar skólanna voru greindir og flokkaðir, viðtöl tekin við þá og upp úr þeim unnin greining á umhverfisþáttum. Helstu drifkraftar voru greindir, flokkaðir og notaðir til að smíða sviðsmyndir fyrir mögulega samstarfsleiðir skólanna.
  Helstu niðurstöður voru að mikilvægustu hagsmunaaðilar skólanna eru stjórnendur hvors skóla fyrir sig, starfsfólk og nemendur þeirra auk stjórnvalda.
  Mikilvægustu drifkraftar breytinga eru ákvarðanir stjórnvalda og vilji starfsmanna og stjórnenda til að stofna til samstarfs við aðra háskóla. Markmið með samstarfi væru að tryggja starfsgrundvöll skólanna til frambúðar, auka skilvirkni og nýta betur auðlindir.
  Sviðsmyndir um mögulegt samstarf eru tvær. Annars vegar sameining skólanna tveggja og hins vegar í gegnum samstarfsnet opinberu háskólanna sem í því tilviki yrði að samstarfsstofnun. Tvær sviðsmyndir til viðbótar fengust í greiningunni. Önnur segir frá óbreyttu ástandi en hin greinir frá að Hólaskóla verði skipt upp, hestaakademía, sem sjálfseignarstofnun, starfi á Hólum og annað nám skólans renni inn í aðra opinbera háskóla.
  Lykilorð: Sviðsmyndagreining, hagsmunaaðilagreining, samstarfsform óhagnaðardrifinna skipulagsheilda, háskólar og sameiningar.

Samþykkt: 
 • 12.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.verkefni.Kristin.Baldvinsdottir.mai.21.2013.skilad.pdf792.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna