Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15752
Margt bendir til þess að íslenski leigumarkaðurinn sé að mörgu leyti óskilvirkur. Félagslegt húsnæði leigt af opinberum stofnunum og félagasamtökum er stór hluti markaðarins en þar er leiguverð iðulega undir markaðsverði. Frjálsi markaðurinn einkennist af því að einstaklingar leigja eignir til skemmri tíma. Fjarvera sérhæfðra leigufyrirtækja á markaðnum bendir til þess að útleiga fasteigna sé ekki arðbær. Tilgangur þessarar skýrslu er að leggja mat á húsnæðiskostnað í mismunandi hverfum Reykjavíkur sem og núllpunkt leiguverðs. Núllpunktsverðið er þá borið saman við leiguverð. Niðurstöður benda til þess að þó að leigusalar geti átt von á lítilsháttar hagnaði fyrir fjárfestingu sína er hann ekki nægjanlega mikill til að réttlæta langtíma þátttöku á markaðnum þegar litið er til annarra þátta svo sem áhættu við vanskil leigjanda. Ekki er því hægt að mæla með því fyrir einstaklinga að fjárfesta í húsnæði til útleigu nema til skemmri tíma.
Lykilorð: leigumarkaður, fasteignir, húsnæðismarkaður, leiga, heimili
Much evidence suggests that the Icelandic home property rental market is insufficient in many ways. The social rented sector controlled by government and non-profit organizations make up large portion of the market with supmarket rent price while the private sector is characterized by individuals being landlords almost exclusively and renting their property on a short term basis. The lack of private firms that specialize in home rentals points to that renting out homes is not a profitable business. This paper aims to evaluate the cost of housing in various neighbourhoods in Reykjavik as well as determine the brake-even rent price. The brake-even price is then compared to actual rent
prices. Findings from these research suggest that even though landlords can expect a small profit for their investment the return on their investment is not high enough when other factor such as risk of default in payment of rent are considered to sustain a long term commitment to the marked. Therefore investment in a home for rental purposes can only be recommended as a profitable business for individuals on short term basis.
Keywords: home rental market, real estate, property market, renting, home property
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK2160 Steinar Örn Stefánsson.pdf | 469.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |