is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15754

Titill: 
 • Jafnréttisstarf og innleiðing jafnlaunastaðals í skipulagsheildum sem hluti mannauðs- og breytingastjórnunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Breytingastjórnun felst í að bæta ferla innan skipulagsheildar til að hún verði skilvirkari og samkeppnishæfari. Mannauðsstjórnun felst í stjórnun á bæði starfsemi og starfsfólki, ásamt því að samþætta stafsmannamál við heildarstefnu skipulagsheildar og skapa þannig fyrirtækjamenningu sem þjónar markmiðum starfseminnar. Rannsóknir hafa sýnt að samband er á milli mannauðsstjórnunar og skilvirkni skipulagsheilda. Mannauður er ein lykilauðlinda skipulagsheilda og mikilvægt er að huga að mannauði þegar horft er til þess kostnaðar sem felst í að missa hæft og gott starfsfólk til samkeppnisaðila. Í þessu samhengi skiptir starfsánægja og fyrirtækjamenning miklu máli og verður, eins og kjarnastarfsemi skipulagsheildar, einn af þeim þáttum sem skapa skilvika skipulagsheild.
  Jafnréttisstarf eða innleiðing jafnlaunakerfis hefur flest einkenni hefðbundinnar breytingastjórnunar. Verkfæri breytingastjórnunar geta því reynst mikilvæg til þess að vinna gegn neikvæðu viðhorfi starfsmanna til vinnu með jafnréttismál í skipulagsheildum. Þau geta nýst til að breyta neikvæðu viðhofi starfsmanna til jafnréttisstarfs ásamt að vera leið til þess að breyta sterkum hefðum eins og kynbundinni starfaskiptingu innan skipulagsheildar. Í breytingaferlinu ber stjórnanda að sýna stafsmönnum fram á væntanlegan ávinning með breytingunum sem og að skapa staðfestu um jafnréttismarkmið í fyrirtækjamenningu skipulagsheildar.
  Viðhorf þeirra stjórnenda sem rætt var við í þessari rannsókn voru jákvæð til jafnréttisstarfs og jafnréttisáætlana. Unnið var með jafnréttisáætlanir innan skipulagsheildanna og stjórnendur töldu ávinning fólgin í að fá jafnlaunavottun. Ávinningurinn af innleiðingu jafnlaunavottunar töldu þeir vera fólginn í því að gera vinnustaðina betur samanburðarhæfa við samkeppnisaðila og að slík vottun gæti dregið úr tortryggni starfsfólks.
  Lykilorð: Breytingastjórnun, mannauðsstjórnun, starfsánægja, jafnréttisstarf, jafnlaunastaðall.

 • Útdráttur er á ensku

  Organizational change is a way to change and improve procedures and processes within organizations so that they become more efficient and competitive. Human resource management involves the management of managers and personnel, as well as the integration of corporate culture to align with organizational strategy. Studies have shown that there is a relationship between human resource management and organizational effectiveness. Employees are one of the key resources within organization and it is increasingly important to hold on to qualified employees. It can be expensive to lose employees to competitors. In this context job satisfaction and organizational culture becomes very important.
  The main purpose of this study is to explore the potential of utilizing human resource management and change management to implement gender equality plans and equal pay standards within organizations. According to the study’s results the methods of change management can be beneficial when minimizing resistance to the change involved in gender equality work. Change management can also work to implement goals pertaining to reducing gender segregation of work within organizations. Those involved with implementing change relating to gender equality work must take into consideration the need to communicate information about the benefits of the work being carried out.
  The study found, through interviews with two mangers of both a private company and a municipality, that management had a positive attitude towards gender equality work, both gender equality plans and equal pay standards. The benefits managers see regarding the implementation of equal pay standards involve the positive effect it would have on employee job satisfaction and the overall competitiveness of the organizations.
  Keywords: Change management, human resources, gender equality, job satisfaction, equal pay systems/standards.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 22.5.2018.
Samþykkt: 
 • 14.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs.ritgerd_sigridurelinsveinsdottir2013.pdf601.46 kBOpinnLokaverkefniPDFSkoða/Opna