en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1576

Title: 
 • Title is in Icelandic Lífsgleði njóttu : orðabók um lífsleikni
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessu lokaverkefni til BA prófs við Kennaraháskóla Íslands verður fjallað um gerð orðabókar á auðskildu máli og hvaða skilyrði þannig bók þarf að uppfylla til að nýtast sem best fyrir fólk með þroskahömlun. Orðabókin mun innihalda upplýsingar um það sem snýr að kynlífi og samböndum milli fólks, á auðskildu og aðgengilegu máli og mun koma til með að bæta nokkuð úr brýnni þörf á upplýsingum fyrir þroskahamlaða einstaklinga. Orðabókin inniheldur félagshæfnisögur, orð með orðskýringum og myndum og að lokum tilfinningatré sem sýna hvaða líðan hver grunntilfinning leiðir af sér.
  Ritgerðin er að hluta til heimildaritgerð og farið var í gegnum sögu hugmyndafræðinnar um málefni fatlaðs fólks frá lokum sautjándu aldar fram til dagsins í dag. Óhætt er að segja að margt hefur áunnist í baráttunni fyrir bættum lífskjörum en mikið starf er þó óunnið. Lögin segja að allir eigi rétt til náms við hæfi og undirstaða velfarnaðar geta flestir verið sammála um að sé góð menntun. Þannig eru skólarnir virkasta aflið við að búa ungt fólk undir lífið.
  Lífsleikni er hluti af námsefni grunnskólans og er ætlað að uppfræða nemendur um að vera meðvitaðir um þátt tilfinninga í öllum samskiptum. Að nemendur geri sér grein fyrir merkingu hugtakanna kyn, kynferði og kynhlutverk og hvaða hlutverki þau þjóna. Þá snýst lífsleikni einnig um hlutverk fjölskyldu og að vera uppalandi. Kennsluaðferðir og námsgögn þurfa að vera til á auðskildu máli til að mæta þörfum nemanda sem eru með sérþarfir, svo fólk með fötlun njóti jafnréttis.
  Lykilorð: Lífsleikni, kynfræðsla, auðskilinn texti.

Description: 
 • Description is in Icelandic Þroskaþjálfabraut
Accepted: 
 • Jul 4, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1576


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA loka.pdf3.11 MBOpenPDFView/Open