is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15779

Titill: 
 • Stjórnskipuleg vernd aflaheimilda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða hver stjórnskipuleg eignarréttarvernd aflaheimilda er. Fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort að aflaheimildir njóti verndar sem atvinnuréttur, afnotaréttur eða sem hrein eign. Eignarréttarhugtakið er þá skoðað til að rannsaka hvort að aflaheimildir geti talist eign, og er það skoðað útfrá skilgreiningum á eignarréttarhugtakinu, hverjar heimildir eignarréttarins eru og hvort að handhafar aflaheimilda njóti þessara heimilda. Þá er skoðað eignarréttarákvæði stjórnarskrár sem og eignarréttarákvæði í 1. viðauka við Mannréttinda Evrópu, sem og dóma sem að fjalla um túlkun eignarréttarákvæðisins fyrir Mannréttindadómstólnum. Þá lítum við á íslenska dóma þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið kemur við sögu, en Hæstiréttur hefur ekki tekið á því beint í dómum sínum hvort að aflaheimildir séu eign eða ekki, hinsvegar má finna vísbendingar um hvert þeir telja vera eðli aflaheimildanna með því að lesa þá.
  Þá er skoðað þýðingu 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sem segir bæði að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. En þetta hafa hingað til verið talin sterkustu rökin gegn því að aflaheimildir geti talist eign skv. 72. gr. stjórnarskrá. Leiddar verða þá líkur að því að þrátt fyrir fyrirvarann í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða séu aflaheimildir eign og njóti því fullrar verndar 72. gr. stjórnarskrár
  Einnig er hér til skoðunar frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem lagt var fyrir Alþingi fyrr á árinu en afgreiðslu þess frestað. Skoðað er hvort að frumvarpið standist stjórnarskrá og hvort að bótaábyrgð geti risið færi svo að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið og yrði að lögum. Þá verða ný lög um veiðigjöld skoðuð og athugað hvort að gjaldtaka samkvæmt lögunum standist ákvæði stjórnarskrár.

 • Útdráttur er á ensku

  The main subject of this thesis is to investigate the scope of the constitutional protection of right to property of individual transferable quotas. Scholars have so far not agreed upon
  whether individual transferrable quotas are protected as a right to work, right of use, or as right to property. The concept of right to property will then be researched to study whether
  individual transferrable quotas can be regarded as property. During this research the right to property clauses of both the Icelandic Constitution and the first protocol to the European
  Convention on Human Rights will be examined. Precedents, from the European Court on Human Rights, connected to interpretation of the scope of the property right clause in the European Convention on Human Rights will be analyzed to find out whether individual
  transferable quota falls under the definition of Right to Property provided by the protocol. Icelandic judgements regarding fishery management will be studied to find clues as to The Supreme Courts opinion on the nature of individual transferable quotas since the Court hasn’t ruled on the subject in its previous cases.
  Article 1 of the law regarding fishery management dictates that exploitable marine stocks in Icelandic fishing banks are commonly owned by the Icelandic people and that the allocation of fishing quota do not form a right of property or an irrevocable custody over the fishing quotas. So far, this has been the strongest argument against regarding transferrable fishing quotas as property according to article 72 of the constitution. Arguments will be presented showing that, despite the clause in the article 1, it is highly likely that individual transferable quotas are property and therefore have the full protection of article 72 of the Icelandic Constitution. A bill to change the law on fishery management will be studied as well as the possible infringement it has upon the constitution. The legal implications regarding possible damages liability arising or even the possibility of pushing the law aside, if the bill will pass unchanged into law will also be looked into. A newly passed law on fishing tax will be studied to see if its taxation poses infringement upon the constitution.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2132.
Samþykkt: 
 • 14.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd-Anna-LOK.pdf435.69 kBLokaður til...31.12.2132HeildartextiPDF