is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15784

Titill: 
 • Hvort er algengara að karl- eða kvenfréttamenn flytji fyrstu fréttina? : rannsókn á fyrstu frétt í sjónvarpsfréttum og stöðu kvenna inn á fjölmiðlum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að varpa ljósi á kynjaslagsíðu sem ríkir innan fjölmiðla og gera könnun á því hvort annað kynið sé líklegra en hitt til að flytja fyrstu frétt í sjónvarpsfréttum. Í ritgerðinni er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á fyrstu frétt ásamt niðurstöðum úr viðtölum við kvenfréttamenn. Greint er frá rannsóknum um konur og fjölmiðla, bæði sem gerðar hafa verið hérlendi og erlendis. Hlutverk fjölmiðla í nútímasamfélagi var skoðað og staða kvenna innan þeirra. Könnun á kyni þeirra sem flytja fyrstu frétt í sjónvarpsfréttum var gerð á tímabilinu 11. febrúar til 11. mars 2013. Við framkvæmd rannsóknarnar var stuðst við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpið (RÚV) RÚV og Stöðvar 2. Í úrtakinu voru 60 fréttir í heildina og skoðað var hvort kven- eða karlfréttamenn fluttu fyrstu fréttina á þessu ákveðna tímabili. Jafnframt var fréttunum skipt niður í 6 efnisflokka eftir innihaldi þeirra. Við greiningu var síðan skoðað sérstaklega hvort konur væru líklegri eða ólíklegri til að fjalla um svokallaðar ,,harðar“ eða ,,mjúkar“ fréttir. Í framhaldinu voru tekin viðtöl við fjóra kvenfréttamenn, tvær konur af hvorri stöð. Í viðtölunum voru niðurstöður rannsóknarinnar ræddar ásamt því að rætt var almennt um stöðu kvenna í fjölmiðlum á Íslandi.
  Helstu niðurstöður eru þær að færri konur en karlar reyndust vera með fyrstu fréttina og þar að auki voru konur ólíklegri til að fjalla um svokallaðar ,,harðar“ fréttir. Í viðtölunum sögðu konurnar að þeim fannst niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma mikið á óvart. Þær voru flestar sammála að ekki ríkti beint misrétti í fjölmiðlum en þær vildu meina að það væri þó til staðar óbeint. Þær töldu að yfirmenn væru orðnir meðvitaðir um að halda jöfnum kynjahlutföllum í fjölmiðlum og rót vandans virðist því liggja dýpra. Rannsókn þessi staðfesti að kynjaslagsíða er enn til staðar inni á fjölmiðlum þó hún hafi batnað til muna síðustu áratugina.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study was to shed light on gender bias that exists within media and see if either of women or men are more likely to carry on the first news of television news. The essay describes results of a study on the first story on TV news and the results of interviews with female reporters were also conducted.
  Previous research on women and media were covered in this essay, both local and international. The role of media was drawn up and looked into the present gender equality in modern societies. The study was conducted between Febuary 11th and March 11th 2013, the research was based on evening television news of Ríkisútvarpið and Stöð. The sample consisted of sixty news in total. It was examined which sex was more likely to report the first news on television news. Furthermore, the news was broken into six subject categories, depending on their content. The diagnosis was then examined in particular whether women were more likely or unlikely to report on the so-called ‘hard’ or ‘soft’ news. Interviews were conducted with four female reports two women from each station. The result of the research was discussed along with a general status of women in media.
  Fewer women than men reported/were found to be with the first news and also women were less likely to report on ‘hard’ news. In the interviews, the women said they felt the results of the study don’t come as much of a surprise. They were unanimous that there was not exactly direct discrimination in media stations, but they felt it was more indirect. The women said that managers have become more aware therefore the problem must lay deeper. This study confirmed that gender inequality is still present in media even though it has improved considerably in the last decades.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.8.2013.
Samþykkt: 
 • 14.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaloka_skilpdf_Ester.pdf682.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna