is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15785

Titill: 
 • Arðsemismat á sauðfjárbúi : raundæmi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari skýrslu verður kannaður fýsileiki þess að taka við íslensku sauðfjárbúi í dag. Til að byrja með var fjallað um sögu sauðfjárræktar á Íslandi og lagalegt umhverfi þess. Í kjölfarið var gert grein fyrir aðalafurðum sauðfjár sem eru kjöt og ull. Einnig var fjallað sérstaklega um gæðastýringu í sauðfjárrækt sem var innleidd í upphafi síðasta áratugs hér á landi auk sjálfbærnar innan greinarinnar.
  Til að nálgast þetta verkefni á einhvern hátt var gert raundæmi. Raunverulegt sauðfjárbú var tekið fyrir sem er staðsett í Austur-Húnavatnssýslu en á því svæði er fjölmörg sauðfjárbú. Fjallað var sérstaklega um búið, staðsetningu þess, kostir og ókostir jarðarinnar við að reka sauðfjárbú.
  Við framkvæmd útreikninga var fyrst fundin fjárþörf kaupanda í upphafi auk þess sem möguleikar til lánatöku voru kannaðir. Kostnaður, útgjöld og tekjur voru dregin saman sem viðkoma búinu og rekstur þess. Þrír mismunandi kostir voru hafðir til grundvallar fyrir útreikninga á raundæminu.
  1. Fyrsti kosturinn var að taka við sauðfjárbúinu án þess að taka tillit til veiðitekna.
  2. Annar kosturinn var að taka við búinu og taka tillit til veiðitekna.
  3. Þriðji kosturinn var að taka við búinu og um leið vinna að stækkun á bústofni. Hér var þó ekki reiknað með veiðitekjum.
  Allir kostirnir voru reiknaðir á sama hátt, þ.e. vegið meðaltal var fyrst fundið, síðan hreint núvirði og innri vextir. Að lokum var framkvæmd næmnigreining fyrir hvern kost.
  Niðurstaðan var sú að hægt er að fjárfesta í sauðfjárbúi og það getur staðið undir sér en aftur á móti er reksturinn mjög viðkvæmur gagnvart neikvæðum breytingum. Því er ástæða til að afla auka tekna utan búrekstursins en sauðfjárbúskapur er mjög heppilegur að því leyti að tiltölulega auðvelt er að sinna öðru starfi samhliða honum
  Lykilorð: Arðsemismat, sauðfjárbú, raundæmi, sauðfjárrækt

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this report is to find out how attractive it is to invest in an Icelandic sheepfarm nowadays. The history of Icelandic sheep, legal environment, main products, quality management and sustainability in sheepfarming will be discussed.
  To approach this assey on some level, a real experiment was made but the reporter worked with a real sheepfarm which is located in the North of Iceland. A little discussion of the farm was written, the location and the profits of having a sheepfarm on this particular land.At first the required amount of money was found as well as loan-options for buying land today in Iceland. Three different options were used for foundation of the assey.
  1. Investing in a sheepfarm without taking revenues from fishing
  into account.
  2. Investing in a sheepfarm by taking revenues from fishing into
  account.
  3. Investing in a sheepfarm and increase the livestock. In this case the fishing revenues were not taken into account.
  All options were calculated in the same way, that was WACC, NPV and IRR. At last a sensitivity analysis was performed for each option. The resaults of the assey showed that it is possible to invest in a sheepfarm but the operation is very sensitive for negativ changes. Therefore there is a reason to make revenues beside the sheepfarm operation.
  Keywords: Profitability, Sheepfarms, Real experiment, Sheepfarming

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 6.1.2016.
Samþykkt: 
 • 14.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemismat á sauðfjárbúi.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna