is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15792

Titill: 
 • Honum finnst það bölvað að vera alltaf að vera að fá nýjar konur. Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir eldra fólk
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að leitast við að skilja aðstæður og upplifun fólks af því að fá sjálft þjónustu að eða aðstoða sinn maka á eigin heimili. Markmiðið er að kanna viðhorf og sjónarhorn þátttakenda, fá innsýn í þjónustuþörf þeirra og skoða hugsanlega þörf á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir aldraða.
  Gerð var eigindleg rannsókn með viðtölum við sex einstaklinga sem fá eða veita þjónustu á eigin heimili.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að NPA myndi henta vel í málaflokki aldraðra. Þannig hefði einstaklingurinn stjórn á eigin lífi í ríkari mæli og með fjármagn til að kaupa sér aðstoð ætti hann meiri möguleika á því að ráða því sjálfur hver veitti þjónustuna og hvenær hún væri innt af hendi. Einnig gætu eldri borgarar sem annast um maka sinn ráðið tíma sínum betur, notið þess að geta sinnt sjálfum sér og heimilinu án þess að hafa sömu áhyggjur af makanum eða hvað tímanum líður.
  Öryrkjabandalag Íslands, ásamt Landssambandi eldri borgara og Landssamtökunum Þroskahjálp (2006), hafa lagt til að NPA verði komið á og að sjálfsákvörðunarréttur notenda sé ávallt virtur. Það er einnig stefna íslenskra stjórnvalda að aldraðir geti búið á eigin heimilum sem lengst og viðhaldið reisn sinni og sjálfstæði meðan þess er nokkur kostur. Sjálfstætt heimilishald er þungamiðja þess að aldraðir fái sem mestu ráðið um eigið líf til þess að halda lífsstíl sínum og lífsgæðum. Færð hafa verið rök fyrir því að það lækki hlutfall aldraðra á stofnunum.
  Margir telja að lífsgæði, sjálfstæði og sjálfræði séu einna mikilvægustu þættirnir í lífi sérhvers manns. NPA fyrir aldraða getur aukið líkurnar á að aldraðir geti búið lengur heima en ella og fái þannig tækifæri til að lifa lífinu á sinn hátt, samkvæmt eigin gildum og venjum. 

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Þroskaþjálfafélag Íslands
Samþykkt: 
 • 18.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð.pdf402.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna