is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15799

Titill: 
  • Tengsl persónuleika og sállífeðlislegra viðbragða undir álagi: Persónuleikaþátturinn Týpa D
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin kenningin í þróun hjarta- og æðasjúkdóma undanfarin ár hefur verið viðbragðskenningin sem leggur áherslu á að hækkuð lífeðlisleg viðbrögð við streituvaldandi áreitum sé ein af orsökum á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Hinsvegar hafa nýlegri rannsóknir sýnt að dempuð lífeðlisleg viðbrögð geta einnig haft mikil áhrif í þessu samhengi. Persónugerð Týpa D, sem einkennist af tveimur undirþáttum, neikvæðum tilfinningum og félagslegri hömlun, hefur verið tengd við hjarta- og æðasjúkdóma og neikvæðar batahorfur þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif Týpu D persónuleika á lífeðlisleg viðbrögð við og eftir streituáreiti. Tilgáturnar voru tvær. Að þeir sem mælast sem Týpa D sýni dempuð viðbrögð við streituvaldandi áreitum en þeir sem ekki mælast sem Týpa D og að þeir sem mælast sem Týpa D séu lengur að jafna sig eftir að streituvaldandi áreiti hefur verið fjarlægt en þeir sem ekki mælast sem Týpa D. 53 þátttakendur tóku þátt í rannsókninni og þar af 32% sem mældust sem Týpa D. Þátttakendur voru beðnir um að undirbúa og halda ræðu og kælipoki var settur á enni þeirra, á meðan voru lífeðlisleg viðbrögð þeirra við þessum streituvaldandi áreitum mæld. Ekki kom fram marktækur munur á milli Týpu D hópanna við undirbúning og flutning ræðunnar en tilhneiging var til að þeir sem mældust sem Týpa D sýndu frekar dempuð viðbrögð við áreitunum. Marktækur munur var á hópunum í hvíldartíma en þeir sem mældust sem Týpa D voru þeir lengur að jafna sig eftir að streituvaldandi áreiti hafði verið fjarlægt. Einnig kom í ljós að þeir sem skoruðu hátt á öðrum undirþætti Týpu D, neikvæðar tilfinningar (NA; e. negative affectivity) sýndu dempuð viðbrögð við streituvaldandi áreitum og í hvíldartíma.

Samþykkt: 
  • 19.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_Lokaskil_2013.pdf533.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna