is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/158

Titill: 
  • Hvað finnst notendum um hjólastólana sína? : eru þeir ánægðir með eiginleika stólanna og þjónustu tengda þeim?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tækifæri til að stunda iðju eru öllum mikilvæg. Samkvæmt iðjuvísindum stuðlar þátttaka í iðju að heilbrigði og vellíðan. Hjálpartæki eins og hjólastólar geta aukið möguleika hreyfihamlaðrar á þátttöku í samfélaginu. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga frá notendum sem hefðu reynslu af notkun hjólastóla hvort þeir væru ánægðir með eiginleika þeirra og þjónustu tengda þeim. Í því skyni var notað kanadíska matstækið Quest 2.0 ásamt bakgrunns-spurningum. Upplýsingarnar endurspegla meðal annars hversu vel staðið er að ráðgjöf og úthlutun hjálpartækja. Úrtakið voru allir á aldrinum 18-65 ára sem höfðu fengið hjólastóla frá Tryggingastofnun ríkisins árið 2003. Alls fengu 129 einstaklingar senda spurningalista og 53 gild svör bárust. Við úrvinnslu gagna var notaður SPSS hugbúnaður og lýsandi tölfræði.
    Helstu niðurstöður voru að þátttakendur voru almennt ánægðir með eiginleika hjólastólanna meðaltalið var 3.85 á kvarðanum 1-5. Mest ánægja var með gagnsemi hjólastólanna. Heldur minni ánægja var með þjónustuhlutann þar var meðaltalið 3.39. Minnst ánægja var með afhendingarþjónustu, eftirfylgd og viðhaldsþjónustu. Minnst ánægja var í elsta hópunum 50-60 ára. Þeir sem bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins voru minna ánægðir með þjónustu tengda hjólastólunum eða 61% á móti 80%. Hátt hlutfall eða 81% notaði hjólastólinn daglega, 77% þeirra sögðu hann ,,þýða allt”. Ekki var munur á ánægju þeirra sem notuðu hjólastólana daglega eða sjaldnar. Fleiri karlar en konur notuðu hjólastóla með föstum ramma og stunduðu atvinnu eða annað utan heimilis vikulega eða oftar. Athygli vekur hversu margir eða 74% höfðu verið með í ráðum við val á hjólastólunum. Þó niðurstöður séu í heild jákvæðar, var svarhlutfallið aðeins 44%. Útkoman er því aðeins ábending, sem vert er að skoða nánar.
    Lykilorð: Hjálpartæki, hjólastólar, fötlun, Quest, matstæki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umhjolast.pdf1.24 MBTakmarkaðurHvað finnst notendum um hjólastólana sína? - heildPDF
umhjolast-e.pdf184.89 kBOpinnHvað finnst notendum um hjólastólana sína? - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
umhjolast-h.pdf170.66 kBOpinnHvað finnst notendum um hjólastólana sína? - heimildaskráPDFSkoða/Opna
umhjolast-u.pdf166.24 kBOpinnHvað finnst notendum um hjólastólana sína? - útdrátturPDFSkoða/Opna