is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1580

Titill: 
  • Eru allir velkomnir í þennan heim? : mismunandi viðhorf fólks til fósturskimana vegna Downs heilkennis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessu verkefni er að vekja fólk til umhugsunar um fósturskimanir eftir Downs heilkenni og velta því fyrir sér hvaða gagn sé að þeim og fyrir hverja þær séu í raun. Ég ákvað að skoða viðhorf tveggja hópa til fósturgreininga og þá sérstaklega með tilliti til leitar að Downs heilkenni. Hóparnir sem ég skoðaði voru annars vegar heilbrigðisfagfólk og hins vegar fólk tengt hagsmunasamtökum fatlaðra. Ályktaði ég um viðhorf þessara tveggja hópa út frá rannsóknum sem þegar hafa birst og opinberum skrifum um þetta efni. Einnig kannaði ég hvort mismunandi skilningur og sýn á fötlunina hjá heilbrigðisfagfólki annars vegar og aðstandendum einstaklinga með Downs heilkenni hins vegar hefðu áhrif á afstöðu þessara hópa til fósturskimana. Að auki velti ég fyrir mér hvort að afstaða heilbrigðisfagfólks til Downs heilkennis mótaði afstöðu almennings meira en afstaða aðstandenda. Að lokum fjalla ég um fyrir hverja skimun eftir Downs heilkenni er. Helstu niðurstöður voru að afstaða, reynsla og upplifun fólks hefur mótandi áhrif til fósturskimana. Einnig er mikil þörf að gerð verði vísindaleg rannsókn á lífsgæðum einstaklinga með Downs heilkenni og aðstandendum þeirra. Það er áleitin spurning hvort að kerfisbundin leit að Downs heilkenni uppfylli þær kröfur sem réttmæta slíkar skimanir.
    Lykilorð: Downs heilkenni, fósturskimanir.

Athugasemdir: 
  • Þroskaþjálfabraut
Samþykkt: 
  • 4.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
341ru.pdf462.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna