is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1582

Titill: 
  • Útikennsla : samanburður á íslenskum og sænskum skólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samspilið á milli náttúru og manns býður upp á gríðarlega fjölbreytta möguleika til náms og aukins þroska. Eitt af því sem gerir náttúrulegt umhverfi mikilvægt í uppeldi barna er fjölbreytnin sem það býður upp á vegna þess hversu óskipulagt það er og ófyrirséð. Í náttúrunni finna börn hluti sem hægt er að leika sér með á fjölbreyttan hátt. Náttúran býður upp á stærra umhverfi til hreyfingar og það stuðlar að auknum þroska að skoða og uppgötva öll þau undur sem náttúran geymir, ásamt því að hún vekur ótal spurningar innra með okkur sem skerpa sjálfsvitundina. Það er virkilega spennandi að sameina kennslu við náttúruna og við Íslendingar ásamt Norðurlöndunum búum við mjög góðar aðstæður til útináms og erum mjög ofarlega í heiminum yfir lífsgæði og góð kjör og því eru aðstæður til náms einnig mjög góðar í þessum löndum, ásamt því að þau eru fljót að tileinka sér nýjar aðferðir við kennslu. Útivera og kennsla er eitthvað sem lengi hefur verið stundað á Norðurlöndum, til þess að skoða áherslur til útináms nánar ákvað ég að bera saman þrjá skóla á Íslandi og þrjá í Svíþjóð. Skólarnir sex eru með misjafnar áherslur þegar kemur að útikennslu, en uppfylla allir markmið aðalnámskráa á sinn hátt. Ég tók viðtöl við útikennslukennara, tómstundafræðinga og íþróttakennara, ásamt skólastjórum og í sumum tilfellum fékk ég að fylgjast með því hvernig kennslan færi fram. Mig langaði til að sjá hvar áherslurnar lægju í löndunum tveimur. Hvernig fer útikennslan fram í löndunum og hvaða hlutverk Náttúruskólar spila þegar kemur að útikennslu. Náttúran er ekki beint eins á stórbrotnu Íslandi og í Svíþjóð þar sem allt er skógi vaxið og því hljóta áherslur á útivist að vera mismunandi á milli landa. Við hvaða aðstæður fer kennslan fram? Margir fræðimenn hafa sínar skoðanir á náttúrunni sem kennslustofu og einnig eru kennsluaðferðir við útikennslu ekki þær sömu og í kennslustofunni. Einnig eru skoðaðar kenningar nokkra þekktustu fræðimanna sögunar um náttúruna og börnin ásamt kennsluaðferðunum sem notaðar eru við útivist.
    Lykilorð: Útikennsla, samanburður.

Athugasemdir: 
  • Tómstunda- og félagsmálabraut
Samþykkt: 
  • 4.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaeintak_utikennsla.pdf248.72 kBLokaðurHeildartextiPDF