en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1584

Title: 
 • Title is in Icelandic Unglingar og frístundir : könnun á frístundastarfi 16 og 17 ára unglinga í Mosfellsbæ og viðhorfum þeirra til ungmennahúss
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefni þetta fjallar um unglinga, þroska þeirra, vináttu og frístundastarf. Í tengslum við frístundastarf unglinga er starfsemi nokkurra ungmennahúsa skoðuð. Frístundastarf unglinga almennt sem og unglinga í Mosfellsbæ er skoðað í þessu verkefni. Send var stutt tölvupóstkönnun til allra 16 og 17 ára unglinga í Mosfellsbæ, með aðstoð OUTCOME kannanakerfisins, og þeir spurðir út í eitt og annað er viðkemur skólasókn, frístundastarfi og ungmennahúsi í Mosfellsbæ. Niðurstöður könnunarinnar voru í stuttu máli þær að 16 og 17 ára unglingar í Mosfellsbæ virðast duglegir að sækja skipulagt frístundastarf. Engu að síður finnst þeim vanta frekar upp á félagsstarf fyrir þá í bæjarfélaginu og meirihluti þeirra telur að þeir myndu sækja ungmennahús væri það til staðar.
  Samkvæmt rannsóknum er skipulagt frístundastarf talið vera ein besta forvörn sem völ er á fyrir unglinga gegn ýmis konar áhættuhegðun sem getur leitt þau af braut. Ungmennahús bjóða upp á skipulagt frístundastarf og eru víða um land hluti af forvarnarstarfi sveitarfélaga. Með forvarnir og mikilvægi skipulagðs frístundastarfs að leiðarljósi er reynt að sýna fram á mikilvægi þess að unglingar í Mosfellsbæ hafi áfram aðgang að frístunda- og félagsstarfi þegar á framhaldsskólaaldur er komið líkt og félagsmiðstöðvar fyrir grunnskólanema bjóða upp á.
  Lykilorð: Unglingar, frístundastarf, ungmennahús.

Description: 
 • Description is in Icelandic Tómstunda- og félagsmálabraut
Accepted: 
 • Jul 4, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1584


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Unglingar og frístundir.pdf1.9 MBOpenHeildartextiPDFView/Open