is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15841

Titill: 
  • Fagleg þjálfun í fyrirrúmi : menntun líkamsræktarleiðbeinenda á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Líkamsrækt er kennd í einhverjum mæli um land allt og er menntun
    líkamsræktarleiðbeinenda misjöfn. Öllum er frjálst að auglýsa og kenna líkamsrækt án þess að hafa lokið menntun í íþróttafræðum og í ljósi þess leikur grunur á að ófaglærðir nýti sér þennan starfsvettvang í einhverjum mæli. Gerð var rannsókn á menntun líkamsræktarleiðbeinenda og leitast við að svara spurningunni: Hvert er menntunarstig leiðbeinenda á líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu? Unnið var með megindlegri rannsóknaraðferð og sendur út spurningalisti á fimm líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem eru í hópi þeirra stærstu á landinu. Líkamsræktarstöðvarnar sem voru í úrtakinu eru eftirfarandi: Hreyfing, Reebok Fitness, World Class, Baðhúsið og Sporthúsið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að íþróttafræðimenntaðir einstaklingar eru í minnihluta innan líkamsræktarstöðva eða 36%. Aftur á móti er rúmlega helmingur með háskólamenntun af einhverjum toga eða 54% og af þeim eru 16% með menntun á heilbrigðissviði. Niðurstöðurnar segja okkur að aukningin sem hefur orðið samkvæmt fyrri rannsóknum á íþróttafræðimenntun innan líkamsræktarstöðva hefur staðnað. Í kjölfar niðurstaðna má velta fyrir sér réttindum
    íþróttafræðinga og hvernig má gera úrbætur til að hvetja fólk til náms í greininni og vernda starfsemina um leið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Berglind.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna