Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15843
Verkefni þetta fjallar um þjónandi forystu innan Þjóðkirkju Íslands. Markmið verkefnisins var að kanna birtingamynd þjónandi forystu í starfi presta þjóðkirkjunnar annars vegar og hins vegar hvort þjóðkirkjan, sem stofnun, þjónar þessum lykilstarfsmönnum sínum, prestunum.
Til að leita svara við rannsóknarspurningunni var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð og voru tekin viðtöl við sóknarpresta og kirkjuverði úr nokkrum sóknum þjóðkirkjunnar ásamt þátttökuathugunum. Þátttakendur úr röðum sóknarpresta, sem valdir voru, bjuggu allir yfir langri starfsreynslu og höfðu þjónað bæði í dreifbýli og þéttbýli. Kirkjuverðir sem valdir voru til verkefnisins voru allir að vinna með þeim sóknarprestum sem tóku þátt og gáfu sitt sjónarhorn af prestshlutverkinu og starfsemi þjóðkirkjunnar.
Helstu niðurstöður rannsóknar eru þær að birtingamyndir þjónandi forystu í starfi prestsins þykir nokkuð skýr og virðist grundvöllur í öllu starfi prestsins byggja á hlustun, með og án orða. Hann þarf að geta hlustað á sóknarbörn sín, samfélag innan sem utan sóknar en hann þarf einnig að geta hlustað á sjálfan sig og eigin takmarkanir. Þegar kemur að þjóðkirkjunni sem heild þá benda niðurstöður til þess að hún sé meira þiggjandi en þjónandi þegar kemur að starfsfólki sínu í framlínunni. Algjör skortur virðist vera á sameiginlegum tilgang eða hugsjón, því hver sókn er sitt eigið konungsdæmi og einnig virðist algjör vöntun vera á heildrænum kirkjuaga.
Þjóðkirkjan virðist eiga verk fyrir höndum í því að þjóna prestum sínum betur, hlúa að þeim sem manneskjum sýna þeim umhyggju og hjálpa þeim að vaxa sem einstaklingar sem gæti haft styrkjandi áhrif á samfélag þjóna kirkjunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurgísli Melberg Ritgerðin (Lokaskil2).pdf | 1,3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |