Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15849
Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara til umhyggju í leikskólastarfi. Áhersla er lögð á að fá fram skilning og skilgreiningu sautján leikskólakennara á hugtakinu umhyggja og þýðingu þess fyrir þroska og nám barna. Gögnum var safnað með einstaklingsviðtölum og viðtölum við rýnihópa. Með því að gefa leikskólakennurum tækifæri til að velta fyrir sér og orða skilgreiningar sínar á hugtakinu umhyggja er gerð tilraun til að dýpka þá vitneskju sem fyrir er um hugtakið í leikskólastarfi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar, sem fram fór í tveimur íslenskum leikskólum, eru þær að umhyggja er viðhorf sem byggist m.a. á faglegri þekkingu, stuðningi og því að setja mörk. Leikskólakennararnir telja umhyggju vera mikilvæga fyrir tilfinningalegan, félagslegan og vitrænan þroska barna, hún sé forsenda þess að barn geti lært og þroskast fyrir eigin verðleika. Þátttakendur álíta að mikilvægi blíðra brosa og hlýrra faðmlaga sé vanmetið í
starfinu í leikskólum. Það skipti verulegu máli fyrir vellíðan barnsins og hæfni þess til að nema af umhverfinu að því sé mætt af hlýju og virðingu. Samkvæmt leikskólakennurunum á umhyggja
að vera undirliggjandi í öllu leikskólastarfi. Svo virðist sem leikskólakennarar noti hugtökin umhyggja og umönnun jöfnum höndum. Algengasti greinarmunurinn sem leikskólakennararnir,
sem rætt var við, gera er að: umönnun felist í líkamlegri umhirðu en umhyggja felist í viðhorfum og afstöðu til barna
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
8_sigridur1.pdf | 183.64 kB | Open | Heildartexti | View/Open |