is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1586

Titill: 
 • Bragfræðikennsla : rannsókn á bragfræðikennslu á unglingastigi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn á bragfræðikennslu var framkvæmd á unglingastigi í fimm grunnskólum í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, áhuga og mikilvægi bragfræði að mati nemenda og kennara. Þá voru einnig kennsluhættir kannaðir auk þess sem námsgögn voru skoðuð. Spurningalistar voru lagðir fyrir bæði kennara og nemendur og niðurstöður birtar á myndrænu formi.
  Niðurstöðurnar sýndu fram á að kennarar höfðu nokkuð mikinn áhuga á að kenna bragfræði og fannst hún mikilvægur hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Nemendur sýndu aftur á móti minni áhuga en virtu þó fagið og vildu halda í vægi þess. Kennsluhættir voru ámóta á milli skóla. Kennarar lögðu áherslu á grunnþætti bragfræðinnar og notuðu mikið til sömu námsbækur.
  Ekki er mikil fylgni á milli áhuga kennara og nemenda. Niðurstöður benda þó til að bragfræðin er ekki að hverfa úr grunnskólum né sem menningararfur þjóðarinnar.
  Lykilorð: Bragfræði, íslenska, rannsókn.

Athugasemdir: 
 • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
 • 4.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragfraedikennsla_Rannsokn_Vor2008.pdf372.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna