is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15860

Titill: 
  • Kennarar og kennarastarf í fjölmenningarlegu samfélagi : raddir kennara innflytjendabarna
Útgáfa: 
  • 2010
Útdráttur: 
  • Á liðnum árum hefur skólasamfélagið hér á landi tekið breytingum, sem meðal annars tengjast innflytjendum með börn sem stunda nám í grunnskólum landsins. Kennarar þurfa því að skapa námshvetjandi umhverfi svo að erlendir nemendur séu virkir í allri vinnu, nái árangri í námi og öðlist
    félagsfærni. Viðhorf kennarans til innflytjendabarna hlýtur að hafa áhrif á það með hvaða hætti hann sinnir faglegu hlutverki sínu sem kennari þeirra. Þessi grein byggist á rannsókn þarsem könnuð voru viðhorf grunnskólakennara til kennslu innflytjendabarna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru átta konur
    á ólíkum aldri með mislanga kennslureynslu og voru þær úr fjórumgrunn skólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið með rannsókninni var meðal annars að varpa ljósi á sjónarhorn viðmælenda, upplifun þeirra og reynslu af kennslu í fjölbreyttum nemendahópi, með sérstöku tilliti til innflytjendabarna, og þær áskoranir og hindranir sem þeir standa frammi fyrir í slíkri kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu meðal annars til kynna að þátttakendur álíta að faglegur undirbúningur sé mikilvægur fyrir kennslu innflytjendabarna því að sú kennsla sé ólík annarri kennslu,
    sérstaklega íslenskukennslan. Einnig kom fram að kennarar telja að námsver séu mikilvæg sem stuðningur við erlenda nemendur meðan þeir aðlagast nýju skólaumhverfi. Að auki bentu niðurstöður til þess að fela þyrfti foreldrum barna af erlendum uppruna meiri ábyrgð og gefa þeim einnig tækifæri til að kynnast íslenskri skólamenningu.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2010; 7 : s. 77-92
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RosaG-HannaR-KennararOgKennarastarfFjolmenning.pdf325.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna