is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15864

Titill: 
  • Fátt tengir saman reynslu og menntun eins og leikurinn : einingakubbar sem námsleið í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar til B.Ed prófs er mikilvægi þess að tengja leik við nám yngri barna í grunnskólum. Einingakubbar Caroline Pratt eru ein leið til að tengja fyrri reynslu barna við nám í hinum ýmsu greinum, þar sem börn eiga betra með að læra eitthvað nýtt, þegar þau geta tengt það því sem þau hafa þegar reynt. Við lögðum upp með spurninguna "Hvernig má tengja leik og nám í grunnskóla með notkun einingakubba í kennslu?" Við upplýsingaöflun var farið í tvær heimsóknir og tekin tvö óstöðluð viðtöl í grunnskólum. Við fjöllum um mikilvægi leiks sem námsaðferð fyrir börn, hvernig einingakubbar tengjast fjölgreindarkenningu Gardner og kenningum Dewey um mikilvægi þess að börn læri af reynslunni (e. learning by doing). Við fjöllum um þroska barna á fimm og sex ára aldri, breytingar þær sem þau ganga í gegnum við flutning frá leikskóla yfir í grunnskóla, og mikilvægi þess að tengsl séu milli skólastiga. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær, að einingakubba sé hægt að nota við meira en frjálsan leik. Með einingakubbum er hægt að auka fjölbreytni í námi barna í bóklegum fögum, svo sem stærðfræði, íslensku og samfélagsfræði. Þannig má ná tengingu milli náms og leiks.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis towards B.Ed degree is the importance of joining together play and study for young children at elementary schools. Caroline Pratt’s unit blocks are one way to connect their past experience with study of various subjects, as children are better able to learn new things when they can connect them to past experiences. We asked the question “How can we join together play and study in elementary schools by using unit blocks for teaching?” When obtaining information we visited two elementary schools and conducted two unstandardized interviews. We address the importance of play as a study line for children, how unit blocks connect to multiple intelligences by Gardner and Deweys theories on the importance of learning by doing. We address the development of children aged 5 and 6, the changes they experience when moving from kindergarten to elementary school and the importance of connection between the two levels. Our primary conclusions of this study were that you can use unit blocks for more than just free playing. They can enhance the diversity in studying academic subjects such as mathematics, Icelandic and social studies. Thus, a joining of play and study can be achieved.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf711.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna