is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15878

Titill: 
  • Mikilvægi hreyfingar í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að skoða áherslur og viðhorf sem eru á líkamlega hreyfingu barna í leikskólum. Jafnframt að skoða hve miklum tíma er varið til hreyfingar. Lagt var upp með rannsóknarspurningarnar: Hver eru viðhorf og áherslur til hreyfingar í leikskólanum og hve miklum tíma er varið til hreyfingar? Gerð var megindleg rannsókn, sendur var út spurningalisti til átta heilsuleikskóla og átta hefðbundinna leikskóla með það í huga að svör fengjust við rannsóknarspurningunni. Svarhlutfall var einungis 50% og voru þátttakendur nær eingöngu frá heilsuleikskólum utan eins hefðbundis leikskóla. Líta má á markverðustu niðurstöður rannsóknarinnar sem viðmið og sýndu þær að allir leikskólarnir leggja mikla áherslu á hreyfingu bæði úti og inni. Viðhorf starfsmanna gagnvart hreyfingu barna er mjög gott og mikil vakning hefur orðið í leikskólunum. Samt sem áður er mismiklum tíma varið til hreyfingar með börnunum í þessum leikskólum hvort sem um er að ræða skipulagða hreyfingu eða frjálsa hreyfingu.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. ritgerð Hanna M. Harðard..pdf978.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna