is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15880

Titill: 
 • Hlutverk kennara í leik barna með einingakubba
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Leikur er sjálfsprottinn og börn eiga auðvelt með að leika á eigin forsendum og af fúsum og frjálsum vilja. Þegar börn þróa leikhæfni sína efla þau jafningjaskipti sem og félagsleg boðskipti. Leikur er sjálfviljug athöfn og því er ekki hægt að þvinga börn til leiks. Hann er tjáning fyrir innri hvöt og er undirbúningur fyrir fullorðinsárin.
  Viðfangsefni ritgerðarinnar eru leikur barna, einingakubbar og hlutverk kennara. Fjallað er um gildi leiks í námi og þroska og hvað börn læra gegnum leikinn. Börnum er leikur eðlislægur og eykur hann mikið á reynslu þeirra. Hugmyndafræðina á bak við einingakubba, þá þroskaþætti sem koma fyrir í leik með þeim og stigskiptinguna í byggingarleik.
  Einingakubbar eru opinn efniviður sem auðveldar börnum að finna sínar eigin lausnir á því viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni. Í leik með einingakubba byggja börn á reynslunni og hugmyndaflæði þeirra eykst. Hlutverk kennara spilar stóran þátt í starfi með börnum. Með því að hlusta á raddir barnanna, spyrja þau spurninga og vera á staðnum getur kennari kveikt áhuga barnanna á viðfangsefninu og ýtt undir þroska þeirra.
  Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að mikilvægt er að auka þekkingu starfsfólks á leikskólum á gildi einingakubba og hvernig megi nota þá. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og þar horfa þau mikið til þeirra sem eru eldri og reyndari. Einingakubbar gefa börnum óendanlega möguleika til að þróa hugmyndir sínar og skapa að vild og til að geta þroskast á þann hátt þurfa þau að hafa góðan aðgang að einingakubbum.

Samþykkt: 
 • 26.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk kennara í leik barna með einingakubba.pdf692.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna