is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15881

Titill: 
  • Að byrja í skóla er ekki bara skemmtilegt : að fara úr leikskóla í grunnskóla
  • Tinna skólastelpa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er tvíþætt, annars vegar greinagerð og hins vegar barnabók ætluð börnum sem eru ásíðasta ári í leikskóla. Í greinagerðinni leitast ég við að sýna fram á mikilvægi þess að samfella myndist í skólagöngu barna og fjalla um þær tilfinningar sem börn og foreldrar ganga í gegnum við þetta stóra skref sem farið er úr leikskóla og í grunnskóla. Bókin er um Tinnu skólastelpu sem er að hefja skólagöngu sína og kvíðir fyrir því. Bókin sýnir hvernig mál hennar leysast og hvernig allt fer vel að lokum.
    Í fræðilega hlutanum í greinagerðinni verður farið í þróun leikskóla og grunnskóla og stiklað á stóru í samanburði þessara tveggja skólastiga. Fjallað veðrður um þá miklu breytingu sem börnin ganga í gegnum ásamt þeim tilfinningum sem foreldrar ganga í gegnum við þetta stóra skref barna sinna. Fjallað verður um hvað skal hafa í huga við flutnininn á milli skólastiga til að gera bæði börnum og foreldrum flutninginn sem auðveldastan. Kenningar Deweys um tengsl náms, reynslu og samfellu í námi barna verða einnig aðeins skoðaðar. Að lokum mun ég fara aðeins í aðalnámskrár þessara tveggja skólastiga.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að byrja í skóla er ekki bara skemtilegt-2.pdf564.82 kBOpinngreinagerðPDFSkoða/Opna
bókin Tinna....pdf62.08 MBOpinnBókinPDFSkoða/Opna