is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15883

Titill: 
  • Val foreldra á leikskólum og gildi leikskólastarfs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um val foreldra á leikskólum og gildi leikskólastarfs. Gerð er grein fyrir þeim gildum sem mest er unnið með á leikskólum í dag, uppeldisrétti foreldra og siðferðilegu uppeldi. Við vinnslu verkefnisins var gerð athugun meðal foreldra leikskólabarna. Tekin voru fjögur viðtöl þar sem viðhorf foreldra til gilda leikskólastarfs og ástæður fyrir vali þeirra á leikskólum og voru skoðaðar. Helstu niðurstöður þessarar athugunar eru þær að persónuleg tenging við leikskóla eða vitneskja um gott starfsfólk og starf á leikskólum hefur meira vægi við val foreldra á leikskóla en þau gildi sem lögð er áhersla á í starfi skólans. Einnig kom í ljós í athuguninni að foreldrar leggja áherslu á gildi eins og vináttu, kærleika og réttlæti. Foreldrum er annt um líðan barna sinna og vilja að þau læri að hugsa vel um sig og fólkið í kringum sig. Þættir á borð við skapandi starf og listir virðist hafa minna vægi við val á leikskólum en ímynd leikskólans. Aðbúnaður og aðstaða á leikskólum voru þættir sem ekki komu til tals þegar val á leikskólum og gildi leikskólastarfs var rætt og virðast því hafa lítið vægi.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnidmatMVS-Titilsida-A4_2011-122.pdf737.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna