is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15893

Titill: 
  • Áhrif offitu/ofþyngdar á félagslegu hliðina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er hefðbundin rannsóknarritgerð, þar sem aflað var gagna úr fræðilegum heimildum. Unnið var eftir rannsóknarspurningunni, hefur offita/ofþyngd áhrif á félagslega hlið einstaklings? Og einnig, getur offita/ofþyngd verið hindrun í tómstundastarfi? Því var markmiðið að rannsaka offitu/ofþyngd, félagslega sjálfið, mikilvægi tómstunda og tenginguna þar á milli. Skoðaðar voru rannsóknir og kenningar fræðimanna um það hvað er offita/ofþyngd, hvað eru tómstundir, skilgreining á félagslegu hlið einstaklings og áhrif offitu/ofþyngdar. Sérstaklega var svo skoðað hvernig offita/ofþyngd hefur áhrif á þátttöku og val á tómstundastarfi og einnig hvort offita/ofþyngd hafi áhrif á félagslegan styrkleika. Með þessari rannsóknarvinnu tel ég mig geta sagt það að offita/ofþyngd geti haft áhrif á félagslega stöðu einstaklings sem og þátttöku hans í tómstundum. Samt sem áður getur þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi á margan hátt haft jákvæð áhrif á líf einstaklings, þar á meðal styrkt hann félagslega.

Samþykkt: 
  • 27.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif offitu ofþyngdar á félagslegu hliðina.pdf401,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna