is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15907

Titill: 
  • Nafnleynd sakborninga við birtingu dóma á internetinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um nafnleynd sakborninga í sakamálum, að mestu í kynferðisbrotamálum, við birtingu dóma á internetinu. Útgefnar hafa verið reglur af dómstólaráði og Hæstarétti sem dómurum er ætlað að hafa til hliðsjónar við birtingu dóma á vefsíðum dómstólanna. Ritgerðarefnið tengist meginreglunni um opinbera málsmeðferð og verður lögð áhersla á að draga fram samspil meginreglunnar og reglna dómstólanna við birtingu dóma á internetinu. Fjallað er um forsögu laga um meðferð sakamála, uppruna meginreglunnar um opinbera málsmeðferð og þær undantekningar sem frá henni gilda sem og birtingu reglunnar í Stjórnarkrá lýðveldisins Íslands, lögum meðferð sakamála og Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað verður um nefnd sem skipuð var af Dóms- og kirkjumálaráðherra og var falið það hlutverk að fjalla um aðgengi almennings að lagagögnum á netinu. Í framhaldi af því verða skoðaðar þær reglur sem gilda um birtingu héraðsdóma- og Hæstaréttardóma. Þá verður farið yfir lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga í tengslum við reglur um birtingu dóma á netinu. Þá verða rannsakaðir dómar á ákveðnu tímabili, þar sem kannað verður hvort nafnleynd sakborninga standist ákvæði reglna dómstólaráðs og Hæstaréttar. Loks verða helstu niðurstöður dregnar saman. Við gerð þessarar ritgerðar hefur höfundur komist að þeirri niðurstöðu að dómarar fylgi þeim reglum er gilda um birtingu dóma á netinu ekki alltaf í framkvæmd. Er það mat höfundar að dómarar við héraðsdómstólanna geri minni kröfur til tengsla ákærðu og brotaþola, svo nafnleyndar sé gætt, heldur en dómarar við Hæstarétt. Auk þess sem dómarar við héraðsdómstólanna virðast beita hinni matskenndu heimild sem dómurum er falið í reglunum, rýmra, heldur en dómarar við Hæstarétt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the Icelandic courts’ decisions to hide the identities of defendants in criminal cases, mostly sexual abuse cases, when the judgments are published on the courts’ websites. The Judicial Council has published rules which apply to the District courts and govern when the identity of defendants and victims shall be hidden when judgments are published. The Supreme Court also has published rules regarding the same matter. This thesis will, amongst other things, examine the interaction between the right to a public hearing and the courts’ aforementioned rules. The origin of the principle of the right to a public hearing in criminal procedure, the exceptions from the right to public hearings and the relevant articles in the Constitution of Iceland, the Act on the Human Rights Convention and the Act on Criminal Procedure will also be covered. It will also discuss a report given by a committee, which was appointed by the Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs and dealt with the publishing of legal autority on the internet. Furthermore, the courts’ rules on the publishing of judgments on the internet will be addressed in relation to issues regarding the Act on The Protection of Privacy as regards the Processing of Personal Data. Lastly, a number of judgments, mostly passed in the District Court of Reykjaness and the Supreme Court will be reviewed and assessed in relation to the rules of publishing judgments online. The findings are that judges do not always follow the rules applied by the Judicial Council and the Supreme Court when it comes to hiding the identities when publishing judgments online. The author comes to the conclusion that District Court judges more often interpret the rules in a broader scope and hide the identities of defendants in more circumstances than Supreme Court judges

Samþykkt: 
  • 1.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nafnleynd sakborninga_lokaskjal.pdf533.21 kBLokaður til...31.05.2133HeildartextiPDF