Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15913
Í ritinu er fjallað um afslætti og önnur afsláttarkjör sem skapa tryggð og við hvaða aðstæður slíkir afslættir gætu talist jafngilda misnotkun á markaðasráðandi stöðu. Dómafordæmi Evrópudómstólsins hafa verið nokkuð afgerandi þegar kemur að tryggðaafsláttum. Dómstóllinn telur að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu hafi sérstakar skyldur gagnvart keppinautum og samkeppni í heild. Dómstóllinn hefur þar að auki myndað með sér formbundna nálgun og hafa tryggðaafslættir, eða markmiðsafslættir sem búa til tryggð, taldir mynda útilokunaráhrif gagnvart keppinautum og nánast verið taldir brotlegir af sjálfu sér og ekki þótt nauðsynlegt að sýna fram á raunveruleg skaðleg áhrif á neytendur. Í tengslum við tryggðaafslætti er stutt umfjöllun um vildarkerfi og þá sérstaklega vildarkerfi flugfélaga. Gerð er grein fyrir því hvar vildarkerfi standa út frá samkeppnisréttarlegum sjónarmiðum. Þar sem markmið vildarkerfa eru beinlínis að skapa tryggð hjá viðskiptavinum er talið mjög varhugavert að halda úti slíkum vildarkerfum ef fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu. Í kjölfarið eru reifuð helstu mál í íslenskri framkvæmd þar sem reynt hefur á tryggðahvetjandi afslætti og önnur afsláttakjör. Framkvæmdin er frekar formbundin og í samræmi við evrópsk dómafordæmi. Ekki er hægt að segja að það gæti marktækra áhrifa í íslenskri framkvæmd að uppi séu vangaveltur um breytta nálgun þegar kemur að mati á háttsemi sem talin er valda útilokunaráhrifum.
Að lokum er umfjöllun um leiðbeiningu framkvæmdastjórnar ESB um forgangsröðun og áherslur stofnunarinnar við beitingu 102. gr. TFEU varðandi útilokandi háttsemi markaðsráðandi fyrirtækja. Markmið leiðbeiningarinnar er að þróa framkvæmd við beitingu 102. gr. TFEU og boða efnahagslegri nálgun við mat á háttsemi markaðsráðandi fyrirtækja.
Framkvæmdin hjá dómstólum Evrópusambandsins sem og hjá samkeppnisyfirvöldum á Íslandi er nokkuð fastmótuð í tengslum við tryggðaafslætti og önnur afsláttakjör sem talin eru skapa tryggð. Þó má sjá einhverjar breytingar í framkvæmd framkvæmdastjórnarinnar í kjölfar útgáfu leiðbeiningarinnar.
This essay focuses on loyalty discounts in regards of violation of Article 11 of the Icelandic competition law. European case law has been quite critical when it comes to loyalty discounts. The European courts have formed a formalized approach and loyalty discounts are regarded as having exclusionary effect on competitors and almost considered to be per se unlawful without having to show actual effects on consumers. In connection to loyalty discounts there is a brief discussion about loyalty schemes and how loyalty schemes, most notably airline loyalty schemes, work in relation to competition law. Since the goal of loyalty schemes is explicitly to create loyalty among customers it is considered undesirable to maintain such systems if the undertaking is in a dominant position.
The main rulings from the Icelandic competition authorities are examined in regards to discount schemes by dominant undertaking. The implementation is rather systematic and in accordance with European case law. It’s not apparent that there are any effects in Icelandic case law where the competition authorities are likely to follow a more economic approach when evaluating a conduct that is considered to have exclusionary effects. Then there is an examination on the Commission's guidance paper on enforcement priorities in applying Article 82 EC to abusive exclusionary conduct by dominant undertakings. The guidance paper is a part of the European Commission's scheme to evolve the competition rules of the Union and the aim is to introduce a more economic approach when the Commission is evaluating whether a conduct by a dominant undertaking is abusive or not.
The implementation of the European courts and the competition authorities in Iceland is fairly routine in regards to loyalty discounts. However, some changes are apparent in the Commissions implementation after the release of the guidance paper.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tryggðahvetjandi afslættir og vildarkerfi með hliðsjón af 11 gr samkeppnislaga.pdf | 494,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |