is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15915

Titill: 
 • Að ná stjórn á vinnutengdum verkjum. Árangur þjálfunar með endurgjöf vöðvarits við að draga úr vöðvaspennu og vinnutengdum verkjum hjá læknariturum
 • Titill er á ensku Managing Work-Related Pain. The Effect of Electromyographic Biofeedback Training in Reducing Muscle Tension and Pain among Medical Secretaries
Útdráttur: 
 • Vinnutengdir álagssjúkdómar í hreyfi- og stoðkerfi eru taldir með algengustu heilsufarsvandamálum og orsökum fjarvista frá vinnu. Þrátt fyrir aukna þekkingu á samspili einhæfrar vinnu og vinnutengdra verkja hefur ekki dregið úr algengi vinnutengdra verkja. Algengi vinnutengdra álagssjúkdóma í hálsi, herðum og öxlum er hátt meðal þeirra sem vinna við tölvur, eða á bilinu 30–70%. Orsökina má rekja til samverkandi líkamlegra og sálfélagslegra þátta en almennt tengist það of löngum samfelldum tíma við tölvuvinnu og skorti á hvíldarhléum í vöðvaspennu.
  Gerð var klínísk rannsókn á árangri þjálfunar með endurgjöf vöðvarits við að draga úr vöðvaspennu og vinnutengdum verkjum í herðavöðvum meðal læknaritara sem starfa á Landspítala. Tilgangur var að meta hvort slík þjálfun væri árangursrík í venjubundnu vinnuumhverfi þátttakenda.
  Gerð var könnun á algengi verkja í hreyfi- og stoðkerfi læknaritara á Landspítala. Þeim riturum sem höfðu haft verki í herðum og öxlum á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir könnunina og mældust með tímabil ofálags í herðavöðva var boðið að taka þátt í þjálfun í að draga úr spennu og verkjum með endurgjöf vöðvarits frá herðavöðvum. Ekki mældist marktækur munur á vöðvaritsgildum í herðavöðvum þátttakenda við upphaf þjálfunar.
  Við þjálfun varð marktæk fækkun á tímabilum ofálags í hægri herðavöðva (p=0,018). Slökunarspenna lækkaði marktækt vinstra megin (p=0,005) og hvíldarhléum á mínútu fjölgaði á sömu hlið (p=0,008).
  Ekki fannst fylgni milli huglægs mats þátttakenda á verk og vöðvaritsgilda herðavöðva. Huglægt mat þátttakenda á þjálfuninni var góð, 73% þeirra sögðu verki vera minni, 27% að dregið hefði úr spennu og 91% töldu að meðvitund um spennu og verki hefði aukist.
  Endurgjöf vöðvarits við þjálfun í að draga úr spennu og verkjum, á meðan ritarar vinna hefðbundin verkefni á vinnustað, getur verið árangursrík viðbót við vinnuvistfræðilega ráðgjöf og kennslu í líkamsbeitingu fyrir þá sem finna fyrir verkjum í herðum og öxlum vegna vinnu við tölvur.
  Lykilorð: Endurgjöf vöðvarits, þjálfun, vinnutengdir verkir.

 • Útdráttur er á ensku

  Work-related musculoskeletal pain is among the most common work-related health problems. Despite growing knowledge on the interaction between repetitive work and work-related pain its prevalence has not diminished. The prevalence on work-related pain in the neck and shoulders is high among computer workers, or between 30-70%. The cause is thought to be associated with physical and psychosocial risk factors, and generally associated with lack of short periods of complete muscle relaxation.
  A clinical study was conducted to assess the effect of electromyographic (EMG) biofeedback training to reduce muscle tension and pain in medical secretaries working at Landspítali - The Univeristy Hospital of Iceland. The aim was to asses the effect of in situ EMG biofeedback training for medical secretaries.
  The Nordic Questionnaire was used to analyze musculoskeletal symptoms and repondents complaining of shoulder pain were invited to participate in EMG- biofeedback training with the aim of reducing muscle tension and pain. There were no significant differences between subjects in levels of muscle tension before intervention.
  Following the intervention there were significantly fewer overload periods in muscle tension in right m. Trapezius (p=0,018), the value for muscle tension at rest had diminished (P=0,005) on left site and ipsilateral muscle tension micro-brakes had increase (p=0,008).
  The participants were generally content with participating in the training; 73% expressed that pain had diminished, 27% that tension had reduced and 91% that their awareness for muscle tension had increased.
  The use of in situ EMG biofeedback training among medical secretaries suffering from work-related pain with the aim of reducing muscle tension and associated pain in addition to providing ergonomic advice showed promishing results.
  Key words: EMG biofeedback training, work related pain.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Landspítala
  Vísindasjóður Félags íslenskra sjúkraþjálfara
Samþykkt: 
 • 1.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Helgadóttir.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna