is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15918

Titill: 
 • Framleiðsla kannabis, beiting 173. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um stórfelld fíkniefnalagabrot í málum er varða kannabis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar felst í að skoða hvers vegna 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um stórfelld fíkniefnalagabrot, er ekki beitt í stærri málum er varða framleiðslu á kannabisefnum. Einungis er eitt mál þar sem ákvæðinu var beitt við heimfærslu á framleiðslu á kannabisefnum í ákæru svo vitað sé. Nauðsynlegt þótti að fá nánari upplýsingar um styrkleika kannabisplantna sem framleiddar eru hérlendis til að ganga úr skugga um hvort sá þáttur væri orsök þessarar dómaframkvæmdar enda er styrkleiki einn þeirra þátta sem litið er til við ákvörðun refsingar í málum er varða fíkniefnaframleiðslu og innflutning. Sama máli gegnir um magn þess efnis sem hver kannabisplanta framleiðir. Aflað var upplýsinga um framleiðsluferlið og þá aðferðafræði sem beitt er við þá útreikninga að finna út magn sem hver kannabisplanta gefur af sér.
  Leitast er við að finna hvar mörkin liggja þegar mál er fellt undir 173. gr. a. hgl. og hvenær mál er fellt undir ákvæði laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 í málum er varða innflutning á kannabisefnum, en samkvæmt þeirri skoðun þarf 5 til 10 kg af kannabis svo mörkum sé náð og brotið teljist stórfellt. Var þetta skoðað í þeim tilgangi að sjá hvort misræmi væri milli dómaframkvæmdar í annars vegar innflutningsmálum og hins vegar framleiðslumálum er tengjast kannabisefnum. Þá er stuttlega rakin þróun fíkniefnalöggjafar á Íslandi.
  Niðurstöður eru í grófum dráttum þær að af dómum Hæstaréttar má draga þá ályktun að til að fíkniefnabrot falli undir 173. gr. a. hgl. og teljist þar af leiðandi stórfellt þurfi 5 til 10 kg af kannabis miðað við venjulegan styrkleika efnanna. Vegna þess efnismagns sem hægt hefur verið að framleiða í stærri kannabisræktunarmálum sem upp hafa komið þykir það umhugsunarefni hvort heimfæra eigi slíka framleiðslu undir 173. gr. a. hgl. enda sé efnið ætlað í sölu- og dreifingarskyni.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay mainly focuses on an exploration of why Article 173(a) of the Icelandic general penal code number 19/1940, which covers major drug violations, is not used in larger cases that involve the mass production of cannabis. Currently there is only one case where the article has knowingly been applied in a prosecution regarding the production of cannabis. It was deemed necessary to gather more information about the strength of cannabis plants which are produced in the country. This was required as it is the strength of a dependence producing substance that determines the level of punishment in cases relating to the production and export of the substance. The same applies to the quantity of cannabis each plant produces. Information about the production process was gathered and used to calculate the quantity that each cannabis plant yields.
  An effort is made to establish where the boundaries lie when a case falls within Article 173(a) and within the addictive drugs act number 65/1974. With regard to cases of importation of cannabis, it appears that 5-10 kg of cannabis is needed to reach the limit that therefore classifies it as a major offence. This was examined to establish whether a discrepancy could be found in case laws regarding importation cases on the one hand and production cases related to cannabis on the other. Following this the evolution of Icelandic legislation concerning drugs is briefly highlighted.
  Finally, it can be concluded by looking at the rulings of the Icelandic Supreme Court that for a drug offence to fall within Article 173(a), and therefore for it to be considered a major offence, 5-10 kg of cannabis is needed. Due to the larger amounts of cannabis it is now possible to produce, it is worth considering whether Article 173(a) should apply to this larger scale production when it is meant for sale and distribution.

Samþykkt: 
 • 2.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf4.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna