Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1592
Kynferðisbrot gegn börnum hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni á liðnum
árum. Ljóst er að þetta er meðal umtöluðustu málaflokka hér á landi og má telja
að allir hafi nokkra skoðun á honum. Dómstólar hafa verið gagnrýndir fyrir væga
dóma í málum þar sem að karlmenn misnota börn kynferðislega og þykja þeir oft
á tíðum sleppa með væga refsingu. Höfundur telur að brýnt sé að líta nánar á
þennan málaflokk og rannsaka feril þessara mála fyrir dómstólum með það fyrir
augum að skoða sérstaklega sönnunarbyrði og áhrif afnáms fyrningarfrests á
alvarlegustu kynferðisbrotunum sem beinast gegn brotaþolum yngri en 18 ára.
Enn fremur verður hér rætt um sérstöðu þessara mála sem felst í því að mikill
aðstöðumunur er á milli brotaþola og brotamanns. Verður litið sérstaklega til þess
hvernig löggjafinn bregst við þessum aðstöðumun og hvort að börnum er gerð
aukin vernd í lögum af þeirri ástæðu. Rætt verður um fyrirbyggjandi aðgerðir, rétt
brotaþola og brotamanns ásamt því að refsiramminn í kynferðisbrotamálum verður
skoðaður.
Taldi höfundur brýnt að taka saman upplýsingar um þennan málaflokk og skoða
með gagnrýnum hætti þær breytingar sem gerðar voru á lögunum árið 2007. Ljóst
er að um umtalsverðar breytingar var að ræða og ekki full samstaða um þær á
Alþingi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerd.pdf | 845,13 kB | Opinn | Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum-heild | Skoða/Opna |