is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15920

Titill: 
 • Staðlaðir neytendasamningar - Óréttmætir skilmálar og réttarvernd neytenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að leita svara við því hvenær skilmálar í stöðluðum neytendasamningum teljast óréttmætir, hvernig ýmis ákvæði landslaga miða að því að koma í veg fyrir notkun slíkra skilmála og hvaða reglur gilda um ógildingu þeirra. Tengsl EES-réttar og landsréttar eru rædd og þeirri spurningu velt upp hvort innlend dómaframkvæmd sé í samræmi við túlkun Evrópudómstólsins á reglum sem gilda á þessu sviði.
  Ritgerðin hefst á umfjöllun um samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga. Þá eru ýmis hugtök sem snerta viðfangsefnið skilgreind og fjallað um nokkur svið þar sem notkunar á stöðluðum samningum gætir í ríkum mæli. Því næst er gerð grein fyrir ógildingarheimildum sem íslensk löggjöf býr yfir varðandi óréttmæta skilmála í neytendasamningum.
  Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
  Til þess að skilmálar neytendasamninga teljist óréttmætir þurfa þeir að uppfylla tvö skilyrði. Þeir þurfa að vera andstæðir góðri viðskiptavenju og raska til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.
  Íslenskur neytendaréttur hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá Evrópurétti vegna EES-samningsins sem var veitt lagagildi með lögum um EES. Lögfesting neytendaákvæða 36. gr. a.-d. samningalaga var til innleiðingar á tilskipun Evrópuráðsins nr. 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Reifaðir eru gengislánadómar, en svo virðist sem íslenskir dómstólar séu ekki að beita túlkun í samræmi við EES-rétt að þessu leyti.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the essay is to question whether terms of standard consumer contracts are unfair, how various acts of national laws are intended to prevent the use of such terms and rules for their termination. Relation between European Economic Area (EEA) law and the national laws of Iceland are discussed and the question asked if the Icelandic case law is consistent with the (European Court of Justice) ECJ’s interpretation of the consumer legislation.
  The essay opens with a discussion on the freedom of contract and the binding effects of contracts. Then different concepts concerning the subject discussed are defined and a discussion of few areas where there is an extensive use of standard contracts. Then permission in Icelandic laws for termination of unfair consumer contracts is discussed. Finally there is a discussion on the authorizations for the termination of contracts with unfair terms in Icelandic consumer legislation.
  The main conclusions are:
  If terms in a consumer contract are to be considered unfair, they need to meet two criteria. They need on one hand to be contrary to good business practice and on the other hand to be disrupting the rights and obligations between the partners, to the disadvantage of the consumer.
  Icelandic consumer law is heavily influenced by the European law under the EEA Agreement, and provided the force of law with the law of EEA. To legalize of the consumer provisions of Article 36 a-d contract law was to adopt the European Council Directive no. 93/13/EEC on unfair terms in consumer contracts. Court decisions regarding currency rate law are discussed. It seems like the Icelandic courts are not interpreting in accordance with the EEA law in this regards.

Samþykkt: 
 • 2.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdZoterofrítt - BA-ritgerð í lögfræði - MHH.pdf5.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna