is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15922

Titill: 
  • Smálán og samningsfrelsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Smálánafyrirtæki hófu starfsemi hér á landi árið 2009 og eru nú fimm talsins. Fyrirtækin sérhæfa sig í veitingu smálána sem eru peningalán til skamms tíma. Fyrirtækin hafa verið harðlega gagnrýnd m.a. fyrir vextina sem lánin bera ásamt markaðsstarfi þeirra þar sem talið er að því sé beint að fólki sem stendur höllum fæti í samfélaginu.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar eru smálánafyrirtæki og samningar þeirra. Umfjölluninni má í grófum dráttum skipta í tvennt. Í fyrsta lagi er fjallað um lagaumhverfi smálánafyrirtækja, bæði fyrir og eftir setningu nýrra laga um neytendalán, og líkleg áhrif nýju laganna á smálánafyrirtækin. Í öðru lagi er leitast við að varpa ljósi á það hvort smálánasamningar og almennir skilmálar þeirra geti hugsanlega verið ógildanlegir.
    Í nýjum lögum um neytendalán nr. 33/2013 er afnumin undanþága núgildandi laga sem gerir það að verkum að smálán falla ekki undir núgildandi neytendalánalöggjöf. Samkvæmt nýju lögunum teljast smálán til neytendalána og þurfa því að uppfylla kröfur laganna um upplýsingagjöf um lántökukostnað eins og önnur neytendalán. Nýju lögin setja jafnframt þak á vexti og kostnað sem innheimta má af neytendalánum. Ákvæðið mun að mati smálánafyrirtækjanna gera út um starfsemi þeirra hér á landi og af þeirri ástæðu vekur það upp álitaefni um hvort löggjafinn hafi gætt meðalhófs við setningu reglunnar.
    Í ritgerðinni er fjallað um ógildingarástæður samningaréttar sem helst koma til álita við ógildingu smálánasamnings. Margt er skoðað í ritgerðinni en það sem helst kemur til álita byggir á háu endurgjaldi smálánasamninga og takmarkaðri upplýsingagjöf sem veitt er lántakendum um vexti og kostnað.

  • Útdráttur er á ensku

    Small loan (Payday loan) providers started operating in Iceland in 2009. Small loan services appear to be in considerable demand whereas there are now five small loan companies operating in Iceland. The companies specialize in providing small loans, which are short term loans, typically provided online. The companies have been heavily criticized, mainly for the high interest rates they charge and that they target their marketing towards young and vulnerable people.
    This paper discusses the small loan companies and their contracts with customers. The main discussion is in two parts. Firstly, the legal framework the companies operate within, both before and after the passing of a new law on consumer loans as well as the likely consequences of the new legislation for the small loan companies. Secondly, the paper discusses whether the small loan contracts and general terms could possibly be voidable.
    A new legislation on consumer loans no 33/2013 classifies small loans as consumer loans, be the previous legislation did not. According to the new legislation small loans are subject to rules on providing the borrower with information on borrowing costs in line with other consumer lending. The new legislation also puts a cap on total interest and other costs that can be charged by the lender. The small loan companies have stated the cap is too low and it will put the small loan companies out of business. This raises the question whether the legislator applied proportionality.
    The paper discusses the grounds for whether small loan contracts can be voidable on the basis of contract law. Many issues are addressed, but the most likely grounds for possibly voidable contracts are based on the excessive borrowing costs charged the lack of information provided by the small loan company to the borrower.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak+prentun.pdf390.76 kBLokaður til...14.05.2133HeildartextiPDF