is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15925

Titill: 
  • Félagaformin einkahluta- og samlagsfélag og skattlagning þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessara ritgerðar er að leita svara við þeirri spurningu hvort félagaformið einkahluta- eða samlagsfélag henti betur fyrir meðalstór fyrirtæki. Við skoðun á því álitaefni nálgast höfundur efnið út frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar er álitaefnið skoðað með hliðsjón af félagarétti og hins vegar út frá skattarétti. Í upphafsköflum ritgerðarinnar er stiklað á stóru yfir hugtök eins og félag, félagaréttur og skattaréttur, auk þess sem höfundur gerir félagafrelsinu almenn skil. Höfundur fjallar síðan um þær reglur sem gilda um félagaformin út frá félaga- og skattaréttarlegum sjónarmiðum og eru kostir og gallar félagaformanna metnir. Að lokum verða félagaformin borin saman.
    Frá lok ársins 2009 og allt til dagsins í dag hefur mikil aukning verið á stofnun samlagsfélaga. Má rekja aukninguna til breytinga sem orðið hafa á tekjuskattslögum um skattgreiðslu af hagnaði hlutafélaga og einkahlutafélaga. Skattabreytingar ná hins vegar ekki til annarra félagaforma. Vegna þessara breytinga hefur rekstur talsverðs fjölda lítilla einkahlutafélaga verið færður í samlags- eða sameignarfélög. Þau þykja þó ekki henta fyrir alla starfsemi. Með breytingunni er hins vegar gerður skýrari greinarmunur á því hvaða félagaform hentar til ólíkra starfsemi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það fer að miklu leyti eftir umfangi rekstrar og tilgangi hans hvort félagaformið henti betur. Ef rekstur er rekinn í þeim tilgangi að mikill hluti framlegðar er nýttur í fjárfestingar og endurnýjun tækja þá verður að telja að einkahlutafélag sé betri kostur. Í þeim félögum hins vegar þar sem greiðsla á fjármunum er regluleg til hluthafa, líkt og á við um flest félög á sviði þjónustu, þá er samlagsfélagaformið líklega betri kostur.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð lokaskil 2.pdf902.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna