is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15926

Titill: 
 • Úrræði íslenskra ríkisborgara við hjónaskilnað við erlenda ríkisborgara.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðar þessarar er að rannsaka hvort, og hver munurinn er á lögskilnaðarferlinu á Íslandi og lögskilnaðarferlinu í Flórída, ásamt því að kanna hvort skortur sé á úrræðum íslenskra ríkisborgara við hjónaskilnað við erlenda ríkisborgara. Tekið er sérstakt tillit til Flórída fylkis í Bandaríkjunum. Hjónaskilnaðarferlið og stefnubirtingarferlið á Íslandi er skoðað, bæði í tilvikum þar sem hjónaskilnaðar er krafist við erlendan ríkisborgara sem býr hér á landi, og í tilvikum þar sem maki býr erlendis. Einnig eru rannsökuð þau úrræði sem bandarískum ríkisborgurum eru tæk við lögskilnað og stefnubirtingar í Flórída.
  Rannsóknin leiddi í ljós að til staðar eru úrræði sem íslenskir ríkisborgarar geta gripið til vegna hjónaskilnaðar við einstaklinga sem búa erlendis. Málin geta þó verið flókin, sérstaklega í tilvikum þar sem höfða þarf dómsmál til að unnt sé að veita skilnaðarleyfi en þá þarf að birta stefnu erlendis. Íslenska ríkið getur birt stefnur erlendis vegna einkamála sem höfðuð eru á Íslandi, en birting er þá yfirleitt háð skilyrðum alþjóðasamningsins í Haag á sviði réttarfars, en bæði Ísland og Bandaríkin eru aðilar að honum. Þegar birting íslenska ríkisins tekst ekki þá gerir 1. mgr. 90. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ráð fyrir því að um birting fari eftir lögum þess ríkis þar sem birta á. Í þessu felst að birting stefnu er þá í höndum þess sem málið höfðar og verður birting að fara eftir lögum þess ríkis þar sem birtingar er þörf.
  Könnuð voru þau úrræði sem unnt er að grípa til ef sá sem stefna beinist að finnst ekki. Að lokum er bent á það sem betur mætti fara varðandi hjónaskilnað íslenskra ríkisborgara frá erlendum ríkisborgurum, eða íslendingum sem búa erlendis, einkum vegna stefnubirtinga.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this theses is to research whether Icelandic citizens lack resources when divorcing foreign nationals, or individuals domiciled abroad. Special consideration is given to the State of Florida in the United States of America. The process of divorce and serving summons in Iceland are explored, in cases of divorce from a foreign national as well as divorce from a spouse domiciled abroad. Resources available to American citizens in the State of Florida to file for divorce and have summons served are also looked into.
  The research revealed that resources are available to Icelandic citizens who divorce individuals domiciled abroad. The procedure can be complicated, especially in instances where a lawsuit is required in order to issue a divorce decree, and the summons must be served abroad. The Icelandic Government can serve summons abroad for civil lawsuits filed in Iceland, but the summons service will be subject to the conditions of the terms of the Hague convention on the service abroad of judicial and extrajudicial documents in civil or commercial matters, of which both Iceland and the USA are members.
  In the case of an unsuccessful summons service by the Icelandic government, 1. mgr. 90 gr. eml. assumes that the summons will be served in accordance with the laws of the state in which it shall be served. This entails that the service of process will be the responsibility of the plaintiff.
  Resources available when the recipient of a summons is not found were also researched. The conclusion points out what could be better handled in regards to Icelandic citizens divorcing foreign nationals or Icelanders domiciled abroad, especially the service of summons.

Samþykkt: 
 • 2.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Rún Bjarnadóttir PDF.pdf776.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: ingabj13@gmail.com