is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15930

Titill: 
 • Réttarstaða Seðlabanka Íslands sem kröfuhafa í kjölfar fjármálaáfalls
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um réttarstöðu Seðlabanka Íslands sem kröfuhafa í kjölfar fjármálaáfalls. Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna réttarstöðu Seðlabankans sem kröfuhafa og hvort staða bankans sé frábrugðin stöðu annarra kröfuhafa gagnvart föllnum fjármálafyrirtækjum. Ritgerðinni er skipt upp í fjóra kafla. Ritgerðin byrjar á inngangi þar sem atburðir í aðdraganda fjármálakreppunnar eru reifaðir. Í fyrsta kafla er aðalpersónan, Seðlabanki Íslands kynntur til sögunnar. Í öðrum kafla er fjallað um hlutverk Seðlabankans á sviði fjármálastöðugleika. Í þriðja kafla er fjallað um fjármálahrunið á Íslandi haustið 2008 og í fjórða kaflanum er umfjöllun um Seðlabankann sem kröfuhafa.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að réttarstaða Seðlabankans sem kröfuhafa er ekki nægilega sterk. Þó svo Seðlabankinn njóti sérreglna um fullnustu lánasamninga samkvæmt lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir þá veita lögin bankanum ekki fullnægjandi réttarvernd. Þrátt fyrir framangreint réttarfarshagræði er Seðlabankinn í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar þegar kemur að uppgjöri eigna þrotabúa við gjaldþrotaskipti. Ef fjármálafyrirtæki, sem fengið hefur lán gegn veði hjá Seðlabankanum, fer í þrot þá verður Seðlabankinn kröfuhafi í þrotabúið á grundvelli 111. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Ef heilt fjármálakerfi hrynur þá lækka eignir verulega eða verða jafnvel verðlausar. Þar sem 111. gr. nær aðeins til þeirrar fjárhæðar er nemur andvirði veðsins fer það sem eftir stendur af kröfunni í skuldaröð eftir hefðbundnum reglum og nýtur skuldaraðar sem almenn krafa, sbr. 113. gr. eða eftir atvikum sem eftirstæð krafa, sbr. 114. gr. Þetta þýðir að ófullnægðar veðkröfur fara í flokk almennra krafna. Við núverandi aðstæður er hætt við að lítið fáist greitt upp í almennar kröfur við úthlutun úr þrotabúum fjármálafyrirtækja. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu fyrirkomulagi með lagabreytingu, þannig að ófullnægðar veðkröfur Seðlabankans á hendur þrotabúum fjármálafyrirtækja færu í flokk forgangskrafna samkvæmt 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti en ekki í flokk almennrar krafna eins og núverandi löggjöf kveður á um. Með þessari lagabreytingu væri staða Seðlabankans í fjármálakerfinu styrkt verulega.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis addresses the legal status of The Central Bank of Iceland as creditor in the wake of financial crisis. The purpose of the thesis is to examine the legal status of The Central Bank of Iceland as creditor and examine whether the status of The Central Bank is different than status of other creditors to insolvent financial institutions. This thesis is dived into four sections. First is the introduction with a brief coverage of the main events leading up to the financial crisis in October 2008. In the first chapter the Central Bank of Iceland is introduced as the main character of this thesis. The second chapter discusses the Central Bank´s main objective of monetary policy; a financial stability. The third chapter views the events in early October 2008 when nearly nine-tenths of the Iceland´s banking system collapsed. The fourth chapter views the legal status of the Central Bank of Iceland as creditor.
  The main conclusion of the thesis is that the legal status of the Central Bank of Iceland as creditor is not sufficiently strong. The Central Bank´s legal status is unsatisfactory, despite it´s special provisions to enforce contractual obligations by Act No. 46/2005 on Financial Collateral Arrangements. The Central Bank´s status as creditor is the same as other´s creditors legal status when it comes to settlement of the bankruptcy estate´s assets. The Central Bank´s claims secured by a collateral or other security interest in the bankruptcy estate´s assets, shall enjoy the priority provided by Article 111 of the Act No. 21/1991 on Bankruptcy, etc. If the entire financial sector collapses it means reduction of assets or they become even worthless. Since Article 111 covers only the amount that is equivalent to value of the collateral, the remaining value of the claim ranks as general claim, pursuant to Article 113 of the Act. This means that unsatisfied claim ranks in priority as general claim. In order to strengthen the legal status of the Central Bank of Iceland as creditor, it could be an option to amend the legislation so that the Central Bank´s unsatisfied claims secured by a collateral would be ranked with so-called priority claims pursuant to Article 112 of the Act. The amendment would strengthen the legal status of the Central Bank of Iceland in the financial sector.

Samþykkt: 
 • 2.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_Audun-Helgason_13.5.2013.pdf911.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna