is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15931

Titill: 
  • „Það gefur enginn mér kredit.“ Sigfús B. Benedictsson og vestur-íslensk sagnritun
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Mikið hefur verið skrifað um Vestur-Íslendinga en margar eldri frásagnir hafa skilið eftir fleiri spurningar en svör. Þar er gjarnan sögð saga þeirra sem kalla má fyrirmyndarinnflytjendur á meðan líf og störf vesturfara sem ekki rímuðu við þá mynd hafa ýmist verið hunsuð eða lítið úr þeim gert. Á síðustu árum hefur átt sér stað endurskoðun á þessari sagnritun svo að jafnvel er hægt að tala um „vestur-íslenska söguendurskoðun“. Hér verður fjallað um sagnritunarsögu íslenskra vesturfara út frá persónu Sigfúsar B. Benediktssonar skálds, anarkista, fríþenkjara, feminista og blaðaútgefanda. Sigfús var áberandi í félagslífi Íslendinga í Winnipeg á fyrri hluta tuttugustu aldar en kemur nánast hvergi fyrir í útgefnum ritum um Vestur-Íslendinga. Saga hans er lýsandi fyrir þann hvítþvott sem lengi einkenndi vestur-íslenska sagnritun en er nú loks að víkja fyrir breyttum og faglegri áherslum.

  • Útdráttur er á ensku

    Historical writing on Icelandic immigrants in Canada has generally focused on model immigrants who accepted the liberal framework of Canadian society while ignoring or downplaying the significance of more troublesome elements within the Icelandic community in N-America. In recent years revisionist research has undermined this image of the model immigrant in favour of a more nuanced view of the history and culture of Icelandic immigrants in America. This paper will take a critical view at the historiography of Icelandic migration to Canada by examining the marginalization of Sigfús B. Benedictsson, poet, anarchist, freethinker and women’s rights advocate, in that historiography.

Birtist í: 
  • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það gefur enginn mér kredit.pdf338.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna