is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15939

Titill: 
  • Lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 : er breytinga þörf?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Læknisfræðin er bæði erfið og margslungin fræðigrein. Ný þekking í þessari grein verður til á hverju ári og er nánast óhugsandi að nokkur læknir sé fær um að læra, muna eða bæta við sig allri þeirri nýju þekkingu sem verður til á hverju ári í fræðigreininni. Þrátt fyrir góða viðleitni er erfitt að girða fyrir mistök, en mistök geta komið fyrir hjá læknum eins og öðrum. Eitt skilyrði þess að læknar geti starfrækt læknastofur er að þeir hafi viðhlítandi tryggingar fyrir því sem farið getur úrskeiðis við veitingu læknisþjónustu. Hið sama gildir um aðrar heilbrigðisstofnanir sem veita læknisþjónusutu. Svokölluð sjúklingatrygging er nú skyldutrygging samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og greiðir hún bætur vegna tjóns sem sjúklingar verða fyrir vegna mistaka við veitingu læknisþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Lögin um sjúklingatryggingu, sem tóku gildi þann 1. janúar 2001, treystu mjög bótarétt sjúklinga frá því sem áður var. Eiga sjúklingar nú rétt á bótum úr sjúklingatryggingu ef þeir verða fyrir tjóni í tengslum við læknismeðferð eða rannsókn sem veitt er á sjúkrastofnunum eða á stofum sjálfstætt starfandi lækna að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í ritgerðinni verða helstu efnisatriði laga um sjúklingatryggingu krufin og sjónum beint að því hvort lögin séu í raun sú réttarbót sem þeim var ætlað að vera eða hvort endurskoðunar sé þörf. Farið verður yfir grundvöll bóta úr sjúklingatryggingu og í hvaða tilfellum greiddar eru bætur vegna atvika sem verða í heilbrigðisþjónustu og valda sjúklingum tjóni. Einnig verður skoðað hvernig vátryggingaskyldunni samkvæmt lögunum er háttað og kannað hversu oft sjúklingar neyta réttar síns samkvæmt tryggingunni og í þeim efnum hvort færri fái hugsanlega bætur en rétt kunna að eiga lögum samkvæmt. Þá verður hámarksbótum laganna einnig gerð skil en þær hafa löngum verið taldar of lágar, auk þess sem framkvæmd sjúklingatryggingarinnar verður skoðuð nánar og þar verður sérstaklega kannað hvort sjúklingar séu misvel tryggðir eftir því hver afgreiðir og metur mál þeirra. Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman sem að mati höfundar leiða að því líkur að lög um nr. 111/2000 sjúklingatryggingu þarfnist endurskoðunar með tilliti til þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd.

  • Útdráttur er á ensku

    -The Icelandic Patient Regulation: Is revision needed?
    Medicine is a complicated field of study. New knowledge from research emerges every year and therefore it is impossible for any doctor to learn or remember all the new developments that emerge in this field. Doctors and other health professionals do make mistakes, like other people. One of the requirements that doctors and other health workers must possess to practice medicine is to have valid patient insurance. According to the Icelandic Patient Regulation, health institutions and health workers who practice solely or privately are required to have patient insurance to cover potential compensation claims from patients who have suffered damage from health treatment as a result of malpractice. The Patient Regulation, which was enforced in 2001, improved patient’s rights to compensation immeasurably. As a result to this regulation, patients can now claim compensation from malpractice or from private medical practices or medical diagnoses performed by health institution. This thesis will focus on the primary topics of the Icelandic Patient Regulation and if the legislation is justified and how well is it executed when it comes to equality among patients. The text covers the basis of the Icelandic Patient Regulation and looks at specific cases where compensation has been awarded within the health sector. Additionally it will assess how the insurance legislation is obligated and how these obligations are carried out. Also it will assess how often and effective patients use their rights in accordance with the insurance and whether fewer patients are receiving compensation than qualify for payment. The highest compensation claim will be discussed which has been considered to be on the low side, as well as the protocol of the patient insurance will be looked at to answer the question whether patients are equally ensured depending on who handles their claim for compensation. Finally the result of the thesis will be discussed which seems to indicate that the Icelandic Patient Regulation needs to be revised.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð.pdf959.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna