Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15942
Viðfangsefni ritgerðarinnar markast af því valdi sem löggjafinn hefur falið sveitafélögum með heimild til altækra skerðinga á eignarréttindum borgaranna. Þetta mikla vald sveitarfélaga er vandmeðfarið og oft á tíðum einkennast eignarnámsmál af deilum við landeigendur um bætur eða algjöra andstöðu þeirra við fyrirhuguðum skipulagsbreytingum. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á beitingu eignarnámsheimild skipulagslaga og að svara þeirri meginspurningu hvernig dómstólar hafa metið svigrúm sveitarfélaga til eignarnáms samkvæmt skipulagslögum útfrá skilyrði stjórnarskrárinnar um almenningsþörf.
Í ritgerðinni er sjónum fyrst beint að uppruna eignarréttarverndar, eignarréttarvernd íslensku stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Því næst tekur við almenn umfjöllun um eignarnám, áskilnað stjórnarskrárinnar við eignarnám og flokkun eignarnámsheimilda. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um skipulagslöggjöf á Íslandi og eignarnámsheimildir vegna skipulagsmála. Því næst er fjallað um svigrúm sveitarfélaga til eignarnáms og skyldu þeirra til að beita eignarnámsheimild laganna útfrá greiningu á íslenskri dómaframkvæmd og litið til dansks réttar til samanburðar. Að lokum eru helstu niðurstöður dregnar saman.
Mat dómstóla á svigrúmi til eignarnáms markast af því að löggjafinn hefur veitt sveitarfélögum víðtækar skipulagsheimildir. Af skoðuninni má leiða að íslenskir dómstólar endurskoða að litlu leyti mat löggjafans á því við hvaða aðstæður heimilt er að beita eignarnámi. Svo lengi sem eignarnámsákvörðun er tekin í þágu markmiða skipulagslaga þykja málefnaleg sjónarmið búa þar að baki. Dómstólar endurskoða frekar þá þætti sem eru alfarið á forræði sveitarstjórna að meta. Ef sveitarstjórnir byggja ákvarðanir sínar á málefnalegum sjónarmiðum, velja vægasta úrræði og gæta hófs í beitingu heimildarinnar hvað varðar umfang þá meta dómstólar svo að skilyrði stjórnarskrár um almenningsþörf sé uppfyllt.
The subject of the thesis is to study the powers that the legislature has delegated to municipalities with provisions to deprivation of property rights. This is a delicate and complicated authority and in expropriation cases there are often disputes with landowners about compensation or they are completely opposed to the proposed organizational changes. Seeking to shed light on the expropriation provision of the Icelandic planning act and answer the primary question of how courts have assessed the margin of appreciation municipalities have to apply expropriation according to provisions of the planning act and the constitutional public interest provision.
The paper focuses first on the origin of property rights, property rights protection of the Icelandic Constitution and the European Convention on Human Rights. In the subsequent chapters there is a general discussion of expropriation, the constitutional requirements of expropriation and classification of expropriation provisions. The second part of the paper discusses the planning legislation in Iceland and expropriation provisions related to regional planning. Then the scope municipal governments have for expropriating and their obligation to apply expropriation is discussed by examining Icelandic case law and considering Danish application for comparison. Finally, main conclusions are summarized.
Courts evaluation of the margin for applying expropriation reflects on the fact that the legislature has provided local authorities with comprehensive planning powers. From this examination it may be stated that Icelandic courts do not review legislative assessment of the conditions under which it is permissible to apply expropriation. As long as expropriation decision is made according to the objectives of planning laws, the courts seem to find that the decisions are founded on an objective point of view. Courts examine further factors that are entirely up to local municipal authorities to assess. If municipal decisions are based on objective criteria, the most lenient executions are chosen and the provision is proportionately used in moderation the courts will find that it is in compliance with constitutional provision regarding public interest.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_ML_AnnaÞóraÞrastardóttir_10052013.pdf | 702.2 kB | Lokaður til...10.05.2133 | Heildartexti |